Nokkrir undurfagrir leynibæir í Evrópu

Það er alveg vert að skoða þessa bæi í Evrópu.
Það er alveg vert að skoða þessa bæi í Evrópu. Julius Yls/ XAVIER PHOTOGRAPHY/Héloise Delbos/Unsplash

Það getur verið svo skemmtilegt að heimsækja áfangastaði sem ekki allir aðrir eru að fara til. Bæir sem jafnvel eru á heimsminjaskrá UNESCO vegna fegurðar eða sérstakra húsbygginga en eru samt ekki yfirfullir af ferðamönnum. 

Alberobello, Ítalía

Bærinn er staðsettur í Púglía-héraðinu og þekktur fyrir keilulaga húsnæði sem kölluð eru „trulli“. Hvítþvegin húsin með keiluþökunum láta bæinn líta út eins og duttlungafullt þorp, beint úr ævintýri. Bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Keilulaga húsin í Alberobello eru sérkenni bæjarins.
Keilulaga húsin í Alberobello eru sérkenni bæjarins. Giulia Gasperini/Unsplash

Gjirokaster, Albanía

Kjörinn staður fyrir þá sem leitast eftir að upplifa ekta balkanska menningu, án þess að týnast í mannmergð og þvögu. Hæglátar götur borgarinnar, sögulegur basar og hefðbundnir albanskir matsölustaðir er eitthvað sem bíður þeirra sem leggja leið sína þangað. Gjirokaster er þekkt sem „borg steinanna“ og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO.

Sjarminn í Gjirokaster í Albaníu drýpur af hverju horni.
Sjarminn í Gjirokaster í Albaníu drýpur af hverju horni. Nacho Gimeno Guerrero/Unsplash

Eguisheim, Frakkland

Bærinn er í Alsace-héraðinu í Frakklandi og einn sá fallegasti á svæðinu. Samt er hann ekki mikið sóttur af ferðamönnum ólíkt nærliggjandi borgum Strassborg og Colmar. Litrík, timburklædd hús og blómaskreyttar gluggakistur skapa einstakt andrúmsloft og minnir á þorp í góðu barnaævintýri. Ekki má gleyma að minnast á vínframleiðsluna en hægt er að gæða sér á staðbundnum vínum í bænum.

Litadýrð og ævintýri er það fyrsta sem manni dettur í …
Litadýrð og ævintýri er það fyrsta sem manni dettur í hug. Héloise Delbos/Unsplash

Ronda, Spánn

Rétt fyrir ofan gljúfur í Andalúsíu á Spáni stendur Ronda, sem býður upp á ríka sögu. Puento Nuevo-steinbrúin liggur yfir gljúfrið og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir. Djúp tenging er við spænska menningu, þ.á.m sögulegan nautaatsvöll, einn þann elsta á Spáni.

Puento Nuevo-steinbrúin liggur yfir gljúfrið við bæinn Ronda á Spáni.
Puento Nuevo-steinbrúin liggur yfir gljúfrið við bæinn Ronda á Spáni. Alexander London/Unsplash

Zug, Sviss

Þessi bær stendur við vatn, mitt á milli Zurich, höfuðborgar Sviss og Luzern. Bærinn býður upp á útsýni til Alpanna og afslappandi andrúmsloft. Gamli miðaldabærinn í Zug er fullur af litríkum byggingum og steinlögðum götum. Hægt er að fara í gönguferðir á Zugerberg-fjallið í nágrenninu. Árlega er haldin kirsubergjahátíð í bænum þar sem m.a. er framleiddur kirsuberjalíkjör, enda Zug þekktur fyrir kirsuberin sín.

Bærinn stendur við Zug-vatnið.
Bærinn stendur við Zug-vatnið. Alvin Lim/Unsplash
Zug staðsett á milli Zurich og Luzern.
Zug staðsett á milli Zurich og Luzern. Ilia Bronskiy/Unsplash

Earthology 365

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert