Líkamsræktardrottningin Anna Eiríksdóttir er stödd í Austurríki, nánar tiltekið í bænum Kitzbühel, í skíðaferð ásamt eiginmanni sínum, Birni Steffensen, yngsta barni þeirra hjóna, henni Tinnu Rós og vinahjónum.
Anna hefur deilt þó nokkrum myndum frá ferðalaginu á Instagram-síðu sinni þar sem hún hefur sýnt frá lífinu í þessari sannkölluðu skíðaparadís.
Á myndunum sést Anna, sem er mikil smekkkona, skíða niður snæviþaktar brekkurnar í mjög svo litríkum og skemmtilegum skíðafatnaði, en jakkinn hennar er skreyttur stjörnum í íslensku fánalitunum og buxurnar eru með röndum í sömu litum.
„Fullkominn dagur í Kitzbühel - Laaaaangbestu fríin,“ skrifar Anna við aðra færsluna.