Anna Eiríks tekur sig vel út í fánalitunum

Anna Eiríksdóttir.
Anna Eiríksdóttir. Samsett mynd

Lík­ams­rækt­ar­drottn­ing­in Anna Ei­ríks­dótt­ir er stödd í Aust­ur­ríki, nán­ar til­tekið í bæn­um Kitzbühel, í skíðaferð ásamt eig­in­manni sín­um, Birni Stef­fen­sen, yngsta barni þeirra hjóna, henni Tinnu Rós og vina­hjón­um.

Anna hef­ur deilt þó nokkr­um mynd­um frá ferðalag­inu á In­sta­gram-síðu sinni þar sem hún hef­ur sýnt frá líf­inu í þess­ari sann­kölluðu skíðap­ara­dís.

Á mynd­un­um sést Anna, sem er mik­il smekk­kona, skíða niður snæviþakt­ar brekk­urn­ar í mjög svo lit­rík­um og skemmti­leg­um skíðafatnaði, en jakk­inn henn­ar er skreytt­ur stjörn­um í ís­lensku fána­lit­un­um og bux­urn­ar eru með rönd­um í sömu lit­um.

„Full­kom­inn dag­ur í Kitzbühel - Laaaaang­bestu frí­in,“ skrif­ar Anna við aðra færsl­una. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert