„White Lotus“-ferðaáhrifin sprengja alla skala

Taíland hefur verið vinsæll áfangastaður lengi en nú hafa þær …
Taíland hefur verið vinsæll áfangastaður lengi en nú hafa þær vinsældir náð nýjum hæðum vegna White Lotus-þáttanna. Samsett mynd/Marcin Kalinski/Mathew Schwartz/Evan Krause/Unsplash

Vinsælu White Lotus-þættirnir hafa mótað það hvernig fólk ferðast og er það kallað „White Lotus-áhrifin“.

Nú fer þriðja þáttaröð af svarta gamandramanu, skrifuðu af Mike White, að hefjast. Þættirnir gerast áfram á skáldaða fimm stjörnu White Lotus-hótelinu þar sem fylgst er með gestum og starfsfólki. Þættirnir eru háðsádeila á togstreituna sem myndast á milli óhófs hinna ríku og starfsfólksins. 

Þrátt fyrir blóðug smáatriði þáttanna virðast allir vilja dvelja á White Lotus. Þegar tilkynnt var um mitt ár í fyrra að Taíland væri tökustaður þriðju þáttaraðarinnar jókst alþjóðlegur áhugi á ferðalögum til landsins.

Bókunarvélar á netinu hafa séð mikla aukningu og flugfélög á borð við Finnair bættu við vikulegu flugi til Phuket á Taílandi. Ferðavefurinn Hotels.com gaf út opinberlega að hafa séð 40% aukningu í bókunum á Four Seasons Resort á eyjunni Koh Samui, sem var einn af tökustöðum þáttanna.

Finnair hefur bætt við flugferðum til Phuket á Taílandi vegna …
Finnair hefur bætt við flugferðum til Phuket á Taílandi vegna þáttanna White Lotus. Mike Swigunski/Unsplash

Ekki einu þættirnir sem hafa áhrif á ferðamennsku

Sikileyska hótelið Four Seasons San Domenico Palace í Taormina, þar sem þáttaröð tvö var tekin upp, greindi frá því að það hefði verið uppbókað hjá þeim í sex mánuði þegar það opnaði aftur eftir að tökum lauk. Fólk vill í það minnsta fá nasaþefinn af White Lotus-lífsstílnum.

White Lotus er ekki fyrsta sjónvarps- eða kvikmyndaefnið sem hefur áhrif á ferðamannaiðnaðinn en það hefur verið skjalfest að kvikmyndir eins og Hringadróttinsaga (e. Lord Of The Rings), Söngvaseiður (e. The Sound of Music) og Emily í París (e. Emily in Paris), hafi haft gífurleg áhrif á ferðavenjur fólks.

Four Seasons San Domenico Palace í Taormina á Sikiley var …
Four Seasons San Domenico Palace í Taormina á Sikiley var uppbókað í sex mánuði eftir að tökum á annarri þáttaröð White Lotus lauk. Lyle Wilkinson/Unsplash

Seren Welch, sérfræðingur í ferðabransanum, hefur eftir forstjóra British Airways að þegar þeir sjá aukningu í eftirspurn fyrir ákveðinn áfangastað þá líti þeir til vinsælla sjónvarpsþátta á Netflix til að útskýra aukninguna.

Nú þegar tökum á þriðju þáttaröð White Lotus er lokið beinast spjótin að hver verði tökustaður fjórðu þáttaraðarinnar. Mark Kamine, framleiðandi þáttanna, hefur ekki viljað gefa neitt upp en hefur hins vegar sagt að sé horft aftur til „Soprano“-daganna þá þurfi það að vera einhvers staðar þar sem auðvelt er að „henda“ líki.

BBC Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert