Stjörnuhjónin Val Chmerkovskiy og Jenna Johnson, best þekkt fyrir þátttöku sína í bandarísku hæfileikakeppninni Dancing with the Stars, eru stödd á Íslandi í rómantískri paraferð.
Hjónakornin hafa verið dugleg að sýna frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum og sýndu meðal annars frá ferð sinni í Bláa lónið. Johnson hefur einnig deilt skemmtilegum myndskeiðum af sér að dansa umkringd íslenskri náttúru.
Á næstu dögum stefna þau á að skoða Gullna hringinn og fara í vélsleðaferð upp á jökul.
Ísland virðist vinsæll áfangastaður hjá stjörnunum um þessar mundir en TikTok-stjarnan og söngkonan Addison Rae sást á röltinu í miðbæ Reykjavíkur nú á dögunum.
Rae upplifði það sem flestir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands vonast til að sjá, en hún fylgdist spennt með norðurljósunum sem dönsuðu um himinhvolfið. Hún deildi mynd af þessu magnaða sjónarspili með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
@jennachmerkovskiy A little Abracadabra while snowmobiling on a glacier in Iceland ❄️ #abracadabra #fyp #dance #ladygaga ♬ Abracadabra - Lady Gaga
@jennachmerkovskiy How I feel about being in Iceland for the first time 🌧️💨❄️ #travel #iceland #bluelagoon ♬ original sound - trendkids