Frægir flykkjast til Íslands

Norðurljós, nytjamarkaðir og náttúrufegurð.
Norðurljós, nytjamarkaðir og náttúrufegurð. Samsett mynd

Stjörnu­hjón­in Val Ch­merkovskiy og Jenna John­son, best þekkt fyr­ir þátt­töku sína í banda­rísku hæfi­leika­keppn­inni Danc­ing with the Stars, eru stödd á Íslandi í róm­an­tískri para­ferð.

Hjóna­korn­in hafa verið dug­leg að sýna frá ferðalagi sínu á sam­fé­lags­miðlum og sýndu meðal ann­ars frá ferð sinni í Bláa lónið. John­son hef­ur einnig deilt skemmti­leg­um mynd­skeiðum af sér að dansa um­kringd ís­lenskri nátt­úru.

Á næstu dög­um stefna þau á að skoða Gullna hring­inn og fara í vélsleðaferð upp á jök­ul.

Add­i­son Rae á Íslandi

Ísland virðist vin­sæll áfangastaður hjá stjörn­un­um um þess­ar mund­ir en TikT­ok-stjarn­an og söng­kon­an Add­i­son Rae sást á rölt­inu í miðbæ Reykja­vík­ur nú á dög­un­um.

Rae upp­lifði það sem flest­ir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands von­ast til að sjá, en hún fylgd­ist spennt með norður­ljós­un­um sem dönsuðu um him­in­hvolfið. Hún deildi mynd af þessu magnaða sjón­arspili með fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum.





Addison Ray sýndi norðurljós í nýjasta Instagram-pósti.
Add­i­son Ray sýndi norður­ljós í nýj­asta In­sta­gram-pósti. Skjá­skot/​In­sta­gram
Hún kíkti í fataverslunina Mamma Mia Vintage.
Hún kíkti í fata­versl­un­ina Mamma Mia Vinta­ge. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert