Njóttu náttúrunnar fram í hið ýtrasta í grasgrænum bústöðum með stórbrotnu útsýni í Grundarfirði. Kirkjufell blasir við þegar horft er út um gluggann og vinaleg húsdýr búa á bænum við hliðina á gistingunni. Þar má meðal annars finna hunda, geitur, hesta og ketti.
Bústaðirnir eru þrír á svæðinu og rúma tvo fullorðna. Þar er lítið eldhús sem hægt er að nýta í hið allra nauðsynlegasta og baðherbergi. Hægt er að leigja þá í skammtímaleigu og er þá að finna á vefsíðunni Airbnb.
Bústaðirnir eru þrír og heita Nónsteinn, Grýlusteinn og Grásteinn. Gistingin hefur verið vinsæl á meðan nýgiftra eða þeirra sem eru í leit að ró og rómantík.