Vinsælir áfangastaðir til að heimsækja árið 2025

Samsett mynd

Frá fallegum vötnum í Ástralíu til stórbrotinna fjalla á Grænlandi, þetta eru helstu áfangastaðir ársins samkvæmt fréttamönnum BBC.

Dóminíska lýðveldið

Langar þig til þess að upplifa stórbrotið landslag, hlýtt veður og einstakt tækifæri til að synda með hvölum? Nú er tækifærið!

Aðgengi að þessari fallegu eyju í Karíbahafi hefur aldrei verið betra en nú, með nýjum flugleiðum og bættum ferðamannainnviðum, sem gerir það auðveldara en nokkru sinni fyrr að heimsækja þessa suðrænu paradís. 

Eyjan er draumi líkust.
Eyjan er draumi líkust. Unsplah/Michaelangelo Azzariti

Naoshima í Japan

Japanska eyjan Naoshima er þekkt fyrir einstaka blöndu af nútímalist, arkitektúr og náttúrufegurð. Eyjan, sem tilheyrir Seto Inland Sea-svæðinu, hefur öðlast heimsfrægð fyrir listrænt landslag sitt. Á eyjunni er meðal annars að finna einstakt graskerjalistaverk japönsku listakonunnar Yayoi Kusama. 

Hið þekkta listaverk Yayoi Kusama.
Hið þekkta listaverk Yayoi Kusama. Kirill/Unsplash

Dólómítarnir á Ítalía

Upplifðu ógleymanlega ferð um stórbrotin svæði Dólómítana, þar sem fjallaskörð, dalir og ævintýraleg þorp sameinast í einstaka náttúrufegurð. Þessi hluti ítölsku Alpanna er þekktur fyrir tignarlega klettatinda sem rísa eins og virkisveggir og mynda stórkostlegt sjónarspil í allri sinni dýrð.

Dólómítarnir á Ítalíu eru engu öðru líkir.
Dólómítarnir á Ítalíu eru engu öðru líkir. Lucas Wesney/Unsplash

Grænland

Ekkert jafnast á við Grænland, stærstu eyju heims. Ósnortin náttúra þess býður upp á einstaka upplifun fyrir náttúru- og ævintýraunnendur, þar sem tignarleg fjöll, djúpir firðir og víðerni mynda stórbrotið landslag.

Grænland hefur þennan gamaldags sjarma.
Grænland hefur þennan gamaldags sjarma. Annie Spratt/Unsplash

Vestur-Ástralía

Vestur-Ástralía er stærsta fylki heimsálfunnar og er þekkt fyrir óviðjafnanlega náttúrufegurð, fjölbreytt landslag og einstakar upplifanir. Frá bleikum vötnum til himinblárra kóralrifa, þá er þetta svo sannarlega áfangastaður sem býður upp á spennandi ævintýra.

Ævintýri leynast á hverju horni í Ástralíu.
Ævintýri leynast á hverju horni í Ástralíu. Nick Dunn/Unsplash

Sir Lanka

Sri Lanka, oft kölluð „Tár Indlands“, er sannkölluð perla í Indlandshafi með sína töfrandi náttúru, fjölbreytta menningu og ríka sögu. Þessi suðurasíska eyja býður upp á gylltar strendur, gróskumikið landslag og ótrúlegt dýralíf sem gerir hana að fullkomnum áfangastað fyrir ævintýrafólk.

Það er margt að sjá í Sri Lanka.
Það er margt að sjá í Sri Lanka. Alex Azabache/Unsplash

Tucson í Arizona

Eyðimerkurborgin Tuscon í Arizona-fylki er fullkominn áfangastaður fyrir alla þá sem elska sögu, útivist og frábæra matarmenningu. Í borginni má finna margar og áhugaverðar gönguleiðir. Áhugasamir þurfa bara að passa sig á kaktusunum.

Í Arizona þarf heldur betur að passa sig á kaktusum.
Í Arizona þarf heldur betur að passa sig á kaktusum. Emily Campbell/Unsplash


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert