Sjávarþorpið Alassíó í Lígúríuhéraði á Ítalíu var eitt sinn í miklu uppáhaldi hjá auðugum Bretum. Staðurinn sem áður einkenndist af tennis og teboðum býður núna upp á gönguferðir og sjávarréttaveislur í vorsólinni.
Á árum áður náði fjöldi Breta sem heimsóttu þorpið allt að 5.000 manns. Frá því seint á 19. öld komu auðugir Bretar til eyjarinnar í október, til að flýja kuldann í heimalandinu, og dvöldu fram í maí.
Síðar döluðu þessar heimsóknir og er staðurinn algjör paradís fyrir þá sem elska bláan himin, sólskin, góðan mat og útiveru og hægt er að finna eitthvað við sitt hæfi á þessum dásamlega áfangastað hvort sem er um vor eða haust.
Alassíó er í um klukkustundarfjarlægð vestur af Genúa og eins er um klukkustund frá Alassíó til Nice í Frakklandi.
Flóinn sem þorpið stendur við heitir Baia del Sole eða Sólskinsflói. Götur gamla bæjarins eru þröngar og kallast Il Budello eða þarmarnir. Á Molo Bestoso-bryggjunni eru nútímalistasýningar yfir sumarið og fram til október ár hvert. Grænu hæðirnar fyrir ofan þorpið eru strjálbyggðar en lögfræðingurinn Igor Colombi hefur kortlagt gamlar múlaslóðir um hæðirnar og hægt er að fá kort af þeim leiðum á upplýsingaskrifstofu þorpsins.
Ein af gönguleiðunum liggur til Moglia-þorpsins, með öll sín marglitu hús og útsýni út á flóann, frá öðru sjónarhorni.
Laura Brattel leiðir gesti um hæðirnar í grennd við Alassíó, þar sem hún kennir gestum að velja villtar plöntur til matar og lækninga, eitthvað sem hún lærði af móður sinni og ömmu. Þá er gengið til Vegliasco, þorps með varðturni frá 16. öld og sýnir Brattel hvernig hægt er að nýta sellerí, nokkrar tegundir af túnfífli og spínatlauf. Hún segir einnig frá hvernig lauf jarðaberjatrésins eru góð við maga-, þvagblöðru- og blóðrásarvandamálum.
Stefano Roascio við smábátahöfnina býður upp á ferðir um flóann og Gallinara, klettaeyjuna sem sést frá öllum þorpunum við strandlengjuna. Eyja sem yfirvöld á Ítalíu komu í veg fyrir að rússneskur ólígarki keypti árið 2020.
Þegar Roascio er ekki með bátsferðir fer hann á veiðar og sér veitingastöðunum í þorpunum fyrir sjávarfangi.
Á Osteria I Matetti eru veggirnir fóðraðir með gömlum skólamyndum og geta allir heimamenn fundið sig einhvers staðar á veggjunum. Staðurinn framreiðir ekta ítalskan mat og er bókun nauðsynleg þar sem Inter Milan-aðdáendur setjast gjarnan þar inn á leikdögum og horfa á boltann á stórum skjá.
Bakaríið og kaffihúsið Balzola býður upp á dýrindis bakkelsi og svo aftur Nove sem er Michelin-stjörnu staður, sem er með glæsilegan vegan-matseðil. Hádegisverður á La Vigna hljómar spennandi, en undirstaða matseðilsins eru plöntur og lífrænt vín af vínekrum í nágrenninu. Í matargerðina er notuð mikil ólífuolía og ferskasta grænmeti svæðisins t.a.m. vorlaukur, fennel, gulrót, sellerí og kartöflur.