Alassíó í Sólskinsflóa þess virði að heimsækja

Alassíó á Ítalíu var afar vinsæll ferðamannastaður auðugra Breta á …
Alassíó á Ítalíu var afar vinsæll ferðamannastaður auðugra Breta á 19. öld. Vakin er athygli á staðnum á ný. Diletta Davolio/Unsplash

Sjáv­arþorpið Alass­íó í Líg­úríu­héraði á Ítal­íu var eitt sinn í miklu upp­á­haldi hjá auðugum Bret­um. Staður­inn sem áður ein­kennd­ist af tenn­is og teboðum býður núna upp á göngu­ferðir og sjáv­ar­rétta­veisl­ur í vor­sól­inni.

Á árum áður náði fjöldi Breta sem heim­sóttu þorpið allt að 5.000 manns. Frá því seint á 19. öld komu auðugir Bret­ar til eyj­ar­inn­ar í októ­ber, til að flýja kuld­ann í heima­land­inu, og dvöldu fram í maí.

Síðar döluðu þess­ar heim­sókn­ir og er staður­inn al­gjör para­dís fyr­ir þá sem elska blá­an him­in, sól­skin, góðan mat og úti­veru og hægt er að finna eitt­hvað við sitt hæfi á þess­um dá­sam­lega áfangastað hvort sem er um vor eða haust.

Alass­íó er í um klukku­stund­ar­fjar­lægð vest­ur af Genúa og eins er um klukku­stund frá Alass­íó til Nice í Frakklandi.

Genóva er aðeins í um klukkustundarfjarlægð frá Alassíó.
Genóva er aðeins í um klukku­stund­ar­fjar­lægð frá Alass­íó. Nick Few­ings/​Unsplash

Göngu­ferðir um svæðið

Fló­inn sem þorpið stend­ur við heit­ir Baia del Sole eða Sól­skins­flói. Göt­ur gamla bæj­ar­ins eru þröng­ar og kall­ast Il Bu­dello eða þarm­arn­ir. Á Molo Bestoso-bryggj­unni eru nú­tíma­lista­sýn­ing­ar yfir sum­arið og fram til októ­ber ár hvert. Grænu hæðirn­ar fyr­ir ofan þorpið eru strjál­byggðar en lög­fræðing­ur­inn Igor Colombi hef­ur kort­lagt gaml­ar múla­slóðir um hæðirn­ar og hægt er að fá kort af þeim leiðum á upp­lýs­inga­skrif­stofu þorps­ins. 

Ein af göngu­leiðunum ligg­ur til Moglia-þorps­ins, með öll sín marg­litu hús og út­sýni út á fló­ann, frá öðru sjón­ar­horni.

Laura Brattel leiðir gesti um hæðirn­ar í grennd við Alass­íó, þar sem hún kenn­ir gest­um að velja villt­ar plönt­ur til mat­ar og lækn­inga, eitt­hvað sem hún lærði af móður sinni og ömmu. Þá er gengið til Vegli­asco, þorps með varðturni frá 16. öld og sýn­ir Brattel hvernig hægt er að nýta sell­e­rí, nokkr­ar teg­und­ir af tún­fífli og spínatlauf. Hún seg­ir einnig frá hvernig lauf jarðaberja­trés­ins eru góð við maga-, þvag­blöðru- og blóðrás­ar­vanda­mál­um. 

Horft yfir Alassíó.
Horft yfir Alass­íó. jkp­hotos.jpg/​Unsplash
Morgunn á ströndinni í Alassíó.
Morg­unn á strönd­inni í Alass­íó. Marcus Ganahl/​Unsplash

Mat­ar­menn­ing­in

Stefano Roascio við smá­báta­höfn­ina býður upp á ferðir um fló­ann og Gallin­ara, kletta­eyj­una sem sést frá öll­um þorp­un­um við strand­lengj­una. Eyja sem yf­ir­völd á Ítal­íu komu í veg fyr­ir að rúss­nesk­ur ólíg­arki keypti árið 2020.

Þegar Roascio er ekki með báts­ferðir fer hann á veiðar og sér veit­inga­stöðunum í þorp­un­um fyr­ir sjáv­ar­fangi.

Á Oster­ia I Mat­etti eru vegg­irn­ir fóðraðir með göml­um skóla­mynd­um og geta all­ir heima­menn fundið sig ein­hvers staðar á veggj­un­um. Staður­inn fram­reiðir ekta ít­alsk­an mat og er bók­un nauðsyn­leg þar sem In­ter Mil­an-aðdá­end­ur setj­ast gjarn­an þar inn á leik­dög­um og horfa á bolt­ann á stór­um skjá.

Baka­ríið og kaffi­húsið Balzola býður upp á dýr­ind­is bakk­elsi og svo aft­ur Nove sem er Michel­in-stjörnu staður, sem er með glæsi­leg­an veg­an-mat­seðil. Há­deg­is­verður á La Vigna hljóm­ar spenn­andi, en und­ir­staða mat­seðils­ins eru plönt­ur og líf­rænt vín af vín­ekr­um í ná­grenn­inu. Í mat­ar­gerðina er notuð mik­il ólífu­olía og fersk­asta græn­meti svæðis­ins t.a.m. vor­lauk­ur, fenn­el, gul­rót, sell­e­rí og kart­öfl­ur.

Flóinn sem Alassíó stendur við heitir Sólskinsflói og er við …
Fló­inn sem Alass­íó stend­ur við heit­ir Sól­skins­flói og er við Miðjarðar­hafið. jkp­hotos.jpg/​Unsplash
Séð út á klettaeyju.
Séð út á kletta­eyju. Claudio Verna/​Unsplash
Hægt er að fara í bátsferð um flóann og heimsækja …
Hægt er að fara í báts­ferð um fló­ann og heim­sækja kletta­eyj­una. jkp­hotos.jpg/​Unsplash
Litrík híbýli.
Lit­rík hí­býli. Marcus Ganahl/​Unsplash

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert