Sara lifir í lúxus í Barein

Lífið er ljúft.
Lífið er ljúft. Skjáskot/Instagram

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari, flugfreyja og samfélagsmiðlastjarna, hefur verið búsett, ásamt kærasta sínum, Stefáni Davíð Helgasyni flugmanni, í Barein, eyríki í Persaflóa, síðustu mánuði og virðist líka lífið vel, ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlum.

Sara hefur verið mjög iðin við að gefa fylgjendum sínum innsýn í líf sitt á þessum framandi stað í Vestur-Asíu, enda margt forvitnilegt að upplifa, sjá og sýna frá.

Í gærdag birti hún mjög áhugavert myndskeið á TikTok-síðunni sinni, sem vakti mikla athygli.

Hún tók fylgjendur sína, sem telja hátt í 8.200 á TikTok, í skemmtilegt sýndarferðalag um fjölbýlishúsið þar sem hún býr ásamt kærasta sínum og hundum parsins, þeim Lúðvík og Bóasi. En þar er allt til alls og meira til.

Blokkin og svæðið í kring hefur að geyma ótrúlegustu hluti, en þar má meðal annars finna vatnsbrautargarð, kvikmyndasal, líkamsræktarstöð, skvassvöll, innisundlaug, sánu, heitan pott, sérstaka lyftu fyrir hunda og eigendur þeirra, og fullbúið spilaherbergi með billjardborði og fleiru.

Þarna er erfitt, eða réttara sagt ómögulegt, að láta sér leiðast!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert