Sara lifir í lúxus í Barein

Lífið er ljúft.
Lífið er ljúft. Skjáskot/Instagram

Sara Davíðsdótt­ir, einkaþjálf­ari, flug­freyja og sam­fé­lags­miðlastjarna, hef­ur verið bú­sett, ásamt kær­asta sín­um, Stefáni Davíð Helga­syni flug­manni, í Barein, eyríki í Persa­flóa, síðustu mánuði og virðist líka lífið vel, ef marka má færsl­ur henn­ar á sam­fé­lags­miðlum.

Sara hef­ur verið mjög iðin við að gefa fylgj­end­um sín­um inn­sýn í líf sitt á þess­um fram­andi stað í Vest­ur-Asíu, enda margt for­vitni­legt að upp­lifa, sjá og sýna frá.

Í gær­dag birti hún mjög áhuga­vert mynd­skeið á TikT­ok-síðunni sinni, sem vakti mikla at­hygli.

Hún tók fylgj­end­ur sína, sem telja hátt í 8.200 á TikT­ok, í skemmti­legt sýnd­ar­ferðalag um fjöl­býl­is­húsið þar sem hún býr ásamt kær­asta sín­um og hund­um pars­ins, þeim Lúðvík og Bóasi. En þar er allt til alls og meira til.

Blokk­in og svæðið í kring hef­ur að geyma ótrú­leg­ustu hluti, en þar má meðal ann­ars finna vatns­braut­arg­arð, kvik­mynda­sal, lík­ams­rækt­ar­stöð, skvassvöll, inn­isund­laug, sánu, heit­an pott, sér­staka lyftu fyr­ir hunda og eig­end­ur þeirra, og full­búið spila­her­bergi með bill­j­ar­d­borði og fleiru.

Þarna er erfitt, eða rétt­ara sagt ómögu­legt, að láta sér leiðast!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert