Óvæntur Íslendingahittingur á strönd í Taílandi

Myndskeiðið er mjög skemmtilegt.
Myndskeiðið er mjög skemmtilegt. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Estefan Leó Haraldsson, betur þekktur sem Ezzi á TikTok, er nýkominn heim úr sannkallaðri ævintýraferð til Taílands.

Estefan Leó var duglegur að sýna frá ferðalaginu á samfélagsmiðlasíðum sínum og virtist njóta alls þess besta sem landið hefur upp á að bjóða, enda vinsæll áfangastaður ferðafólks.

Í gærdag rifjaði hann upp uppáhaldsaugnablikið sitt frá ferðinni á Instagram, en samfélagsmiðlastjarnan rakst óvart á samlanda sína á fagurri strönd í þessu 20. fjölmennasta ríki heims.

Svona gerist ekki á hverjum degi! 

Estefan Leó birti myndskeið af hittingnum, sem sýnir frá augnablikinu þegar hann gengur upp að pari og spyr það, á ensku, hvaðan það sé.

Parið brosir, eins og sönnum Íslendingum sæmir, og segist vera frá Íslandi.

En það sem parið veit ekki er að Estefan Leó heyrði það ræða saman á móðurmálinu aðeins örfáum mínútum áður og veit þar af leiðandi að hann er að ræða við Íslendinga.

Samfélagsmiðlastjarnan, sem er heilmikill húmoristi, biður parið, aftur á ensku, um að giska hvaðan hann sé, sem það gerir.

Parið giskar á að Estefan Leó sé annaðhvort Englendingur eða Ástrali áður en hann tilkynnir því að hann sé Íslendingur, sem vakti að sjálfsögðu mikla gleði, enda ekki á hverjum degi sem maður rekst á samlanda sinn á strönd á framandi slóðum, og hvað þá í rúmlega 10.000 kílómetra fjarlægð frá heimalandinu.

View this post on Instagram

A post shared by Estefan Leó (@estefanleoh)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert