Óvæntur Íslendingahittingur á strönd í Taílandi

Myndskeiðið er mjög skemmtilegt.
Myndskeiðið er mjög skemmtilegt. Samsett mynd

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Estef­an Leó Har­alds­son, bet­ur þekkt­ur sem Ezzi á TikT­ok, er ný­kom­inn heim úr sann­kallaðri æv­in­týra­ferð til Taí­lands.

Estef­an Leó var dug­leg­ur að sýna frá ferðalag­inu á sam­fé­lags­miðlasíðum sín­um og virt­ist njóta alls þess besta sem landið hef­ur upp á að bjóða, enda vin­sæll áfangastaður ferðafólks.

Í gær­dag rifjaði hann upp upp­á­haldsaugna­blikið sitt frá ferðinni á In­sta­gram, en sam­fé­lags­miðlastjarn­an rakst óvart á samlanda sína á fag­urri strönd í þessu 20. fjöl­menn­asta ríki heims.

Svona ger­ist ekki á hverj­um degi! 

Estef­an Leó birti mynd­skeið af hitt­ingn­um, sem sýn­ir frá augna­blik­inu þegar hann geng­ur upp að pari og spyr það, á ensku, hvaðan það sé.

Parið bros­ir, eins og sönn­um Íslend­ing­um sæm­ir, og seg­ist vera frá Íslandi.

En það sem parið veit ekki er að Estef­an Leó heyrði það ræða sam­an á móður­mál­inu aðeins ör­fá­um mín­út­um áður og veit þar af leiðandi að hann er að ræða við Íslend­inga.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an, sem er heil­mik­ill húm­oristi, biður parið, aft­ur á ensku, um að giska hvaðan hann sé, sem það ger­ir.

Parið gisk­ar á að Estef­an Leó sé annaðhvort Eng­lend­ing­ur eða Ástr­ali áður en hann til­kynn­ir því að hann sé Íslend­ing­ur, sem vakti að sjálf­sögðu mikla gleði, enda ekki á hverj­um degi sem maður rekst á samlanda sinn á strönd á fram­andi slóðum, og hvað þá í rúm­lega 10.000 kíló­metra fjar­lægð frá heima­land­inu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Estef­an Leó (@estef­an­leoh)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert