Má svara vinnupóstum í fríi?

Það getur verið freistandi að laumast í vinnutengda tölvupósta á …
Það getur verið freistandi að laumast í vinnutengda tölvupósta á meðan maður er í fríi. Unsplash.com/Austin

Margir kljást við það hvort svara eigi tölvupóstum úr vinnunni á meðan á fríi stendur. Stundum verður sjálfvirk svörun vinnunetfanga einungis til þess að fólk reynir að ná í fólk eftir öðrum leiðum. Það notar t.d. einka tölvupóst viðkomandi eða senda bein skilaboð á samfélagsmiðlum.

„Segið samstarfsmönnum með góðum fyrirvara að það verður ekki hægt að ná í ykkur. Sé fyrirvarinn nægur þá getur fólk brugðist við og gert ráð fyrir fjarverunni,“segir Zara Easton sérfræðingur.

„Ef neyðartilvik er um að ræða þá skuluð þið útskýra vandlega hvað telst til neyðartilvika. Ekki finnast þið þurfið að vakta tölvupóstana ykkar á meðan þið eruð á ferðalagi.

Eins er mikilvægt að svara ekki bara stundum og stundum ekki. Það þarf að vera samkvæmni annars ruglar það fólk í ríminu og getur komið út eins og þú treystir ekki fólkinu þínu.

Það er mikilvægt að setja skýr mörk ekki bara fyrir eigin vellíðan heldur einnig til þess að stuðla að jákvæðu vinnustaðaumhverfi þar sem frítími allra starfsmanna sé virtur.

Þú þarft ekki að gefa upp farsímanúmer í sjálfvirka svari tölvupóstsins. Passaðu bara að ræða fjarveru þína við alla áður en þú ferð svo að allir samstarfsmenn viti við hverju þeir megi búast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert