Gotneska borgin Wismar í Þýskalandi er þekkt sem sögusvið kvikmyndarinnar Nosferatu: A Symphony of Horror (1922) sem gerð var í leyfisleysi eftir skáldsögunni Dracula (1897) eftir Bram Stoker.
Nosferatu var endurgerð og leikstýrt af Robert Eggers og sýnd í kvikmyndahúsum í fyrra og hlaut afar góða gagnrýni. Endurgerðin var einmitt tilnefnd til Óskarsins í flokkunum: Besta kvikmyndataka, besta framleiðsla, besta búningahönnun og besta hár og förðun.
Leikstjóri fyrri útgáfu Nosferatu, F.W. Murnau, tók upp nokkrar af áleitnustu senum myndarinnar á hinu víðfeðma Marktplatz-torgi og við hina heilögu kirkju Heiligen-Geist-Kirche.
Líkt og segir í grein á BBC nýtur Wismar enn hlutverksins sem raunverulegur vettvangur einnar langlífustu hryllingssögu heims.
Wismar stendur við Eystrasaltsströndina í Norður-Þýskalandi og við bæjarmörkin stendur hið stóra Wassertor-hlið í gotneskum stíl. Í bænum er lítið og rólegt samfélag á þýska vísu, með um 44.000 íbúa. Ferðamannatíminn í bænum hefst með síldardögunum 15.-30. mars, þegar allt markaðstorgið (Marktplatz) ilmar af steiktri síld.
„Hafnarlífið í Nosferatu er táknrænt“, segir Ursula Haselbock, stjórnandi klassísku tónlistarhátíðarinnar Festspiele. „Siglingasaga Wismar og gamall arkitektúr skapa mjög sérstakt andrúmsloft. Þú getur næstum ímyndað þér Nosferatu læðast um göturnar, svo það er örugglega best að skoða sig um í dagsbirtu.“ En arkitektúr bæjarins hefur sterka vísan í tíma Hansasambandsins, bandalags verslunarborga, aðallega í Norður-Þýskalandi, frá 13. öld.
Árið 2022 var aldarafmæli upprunalegu Nosferatu-myndarinnar fagnað í bænum með alls kyns uppákomum í hrollverkjandi stíl, sem er í anda kvikmyndarinnar. Nú þremur árum síðar þegar endurgerðin er komin út er búist við að fleiri hrollvekjuaðdáendur láti sjá sig í bænum, bæði yngri þýskumælandi og eins alþjóðlegir gestir. Þess vegna hefur aukist mjög að hafa enskumælandi leiðsögumenn sem geta farið með áhugasama á slóðir kvikmyndanna.
Hægt er að fara í sérstakar Nosferatu-ferðir með enskumælandi leiðsögn frá mars til október, þá er einnig hægt að biðja um að leiðsegjandinn sé í búning og með líkkistu meðferðis.
Í boði er t.d. að fylgja fótsporum Orloks, persónu eða nánar tiltekið vampíru úr kvikmyndinni Nosferatu, um tveggja kílómetra leið með leiðsögn frá Marktplatz-torginu niður að höfninni.
Wismar er mikill hafnarbær og hægt er að fara á „fljótandi safn“ í Poeler Kogge Wissemara, sem er eftirlíking af 14. aldar tannhjólsbát frá tímum Hansasambandsins. Þessir bátar knúðu áfram vöxt borga og bæja í Norður-Þýskalandi, Norður-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum.
Sé horft til hafnarinnar úr bátnum er auðvelt að ímynda sér einn af hápunktum Nosferatu þegar skip Orloks rekur inn í höfn Wismar, líkt og segir á BBC. Rottum smituðum af plágu er sleppt inn í borgina og Orlok ber kistu sína í gegnum Wassertor í átt að heimili Hutter.