Farið á slóðir kvikmyndarinnar Nosferatu í Wismar

Af þessari mynd að dæma er erfitt að ímynda sér …
Af þessari mynd að dæma er erfitt að ímynda sér bæinn sem sögusvið hrollvekju. Jan Bolz/Unsplash

Got­neska borg­in Wis­m­ar í Þýskalandi er þekkt sem sögu­svið kvik­mynd­ar­inn­ar Nos­feratu: A Symp­hony of Horr­or (1922) sem gerð var í leyf­is­leysi eft­ir skáld­sög­unni Dracula (1897) eft­ir Bram Stoker.

Nos­feratu var end­ur­gerð og leik­stýrt af Robert Eggers og sýnd í kvik­mynda­hús­um í fyrra og hlaut afar góða gagn­rýni. End­ur­gerðin var ein­mitt til­nefnd til Óskars­ins í flokk­un­um: Besta kvik­mynda­taka, besta fram­leiðsla, besta bún­inga­hönn­un og besta hár og förðun.

Leik­stjóri fyrri út­gáfu Nos­feratu, F.W. Murnau, tók upp nokkr­ar af áleitn­ustu sen­um mynd­ar­inn­ar á hinu víðfeðma Markt­platz-torgi og við hina heil­ögu kirkju Heilig­en-Geist-Kirche.

Úr upprunalegu kvikmyndinni, Nosferatu: A Symphony of Horror (1922).
Úr upp­runa­legu kvik­mynd­inni, Nos­feratu: A Symp­hony of Horr­or (1922). Skjá­skot/​Youtu­be
Úr endurgerð Nosferatu, leikstýrðri af Robert Eggers, sem fór í …
Úr end­ur­gerð Nos­feratu, leik­stýrðri af Robert Eggers, sem fór í sýn­ingu í kvik­mynda­hús­um í des­em­ber á síðasta ári. Skjá­skot/​Youtu­be

Myndi ekki skoða bæ­inn í myrkri

Líkt og seg­ir í grein á BBC nýt­ur Wis­m­ar enn hlut­verks­ins sem raun­veru­leg­ur vett­vang­ur einn­ar lang­líf­ustu hryll­ings­sögu heims.

Wis­m­ar stend­ur við Eystra­salts­strönd­ina í Norður-Þýskalandi og við bæj­ar­mörk­in stend­ur hið stóra Wass­ertor-hlið í got­nesk­um stíl. Í bæn­um er lítið og ró­legt sam­fé­lag á þýska vísu, með um 44.000 íbúa. Ferðamanna­tím­inn í bæn­um hefst með síld­ar­dög­un­um 15.-30. mars, þegar allt markaðstorgið (Markt­platz) ilm­ar af steiktri síld. 

„Hafn­ar­lífið í Nos­feratu er tákn­rænt“, seg­ir Ursula Hasel­bock, stjórn­andi klass­ísku tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Fest­spiele. „Sigl­inga­saga Wis­m­ar og gam­all arki­tekt­úr skapa mjög sér­stakt and­rúms­loft. Þú get­ur næst­um ímyndað þér Nos­feratu læðast um göt­urn­ar, svo það er ör­ugg­lega best að skoða sig um í dags­birtu.“ En arki­tekt­úr bæj­ar­ins hef­ur sterka vís­an í tíma Hansa­sam­bands­ins, banda­lags versl­un­ar­borga, aðallega í Norður-Þýskalandi, frá 13. öld. 

Umhverfið í Wismar er ævintýralegt.
Um­hverfið í Wis­m­ar er æv­in­týra­legt. Mihail Cio­inica/​Unsplash

Á kvik­mynda­slóðir með leiðsögn

Árið 2022 var ald­araf­mæli upp­runa­legu Nos­feratu-mynd­ar­inn­ar fagnað í bæn­um með alls kyns uppá­kom­um í hroll­verkj­andi stíl, sem er í anda kvik­mynd­ar­inn­ar. Nú þrem­ur árum síðar þegar end­ur­gerðin er kom­in út er bú­ist við að fleiri hroll­vekjuaðdá­end­ur láti sjá sig í bæn­um, bæði yngri þýsku­mæl­andi og eins alþjóðleg­ir gest­ir. Þess vegna hef­ur auk­ist mjög að hafa ensku­mæl­andi leiðsögu­menn sem geta farið með áhuga­sama á slóðir kvik­mynd­anna.

Hægt er að fara í sér­stak­ar Nos­feratu-ferðir með ensku­mæl­andi leiðsögn frá mars til októ­ber, þá er einnig hægt að biðja um að leiðsegj­and­inn sé í bún­ing og með lík­kistu meðferðis.

Í boði er t.d. að fylgja fót­spor­um Or­loks, per­sónu eða nán­ar til­tekið vampíru úr kvik­mynd­inni Nos­feratu, um tveggja kíló­metra leið með leiðsögn frá Markt­platz-torg­inu niður að höfn­inni.

Wis­m­ar er mik­ill hafn­ar­bær og hægt er að fara á „fljót­andi safn“ í Poeler Kog­ge Wis­sem­ara, sem er eft­ir­lík­ing af 14. ald­ar tann­hjóls­bát frá tím­um Hansa­sam­bands­ins. Þess­ir bát­ar knúðu áfram vöxt borga og bæja í Norður-Þýskalandi, Norður-Evr­ópu og Eystra­salts­ríkj­un­um. 

Sé horft til hafn­ar­inn­ar úr bátn­um er auðvelt að ímynda sér einn af hápunkt­um Nos­feratu þegar skip Or­loks rek­ur inn í höfn Wis­m­ar, líkt og seg­ir á BBC. Rott­um smituðum af plágu er sleppt inn í borg­ina og Or­lok ber kistu sína í gegn­um Wass­ertor í átt að heim­ili Hutter.

Wismar hefur sterka sögu sem hafnarbær og hluti af 13. …
Wis­m­ar hef­ur sterka sögu sem hafn­ar­bær og hluti af 13. ald­ar Hansa­sam­band­inu. Wolfgang Weiser/​Unsplash

BBC Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert