„Ég fékk tilbúna Taílandsferð frá honum í afmælisgjöf“

Aron Can og Erna María Björnsdóttir með soninn.
Aron Can og Erna María Björnsdóttir með soninn. Ljósmynd/Aðsend

Flug­freyj­an Erna María Björns­dótt­ir varði janú­ar­mánuði í Taílandi með kær­asta sín­um Aroni Can og tveggja ára syni þeirra, Theo Can.

„Við Aron erum búin að vera sam­an í að verða níu ár og höf­um á þeim tíma verið mjög dug­leg að ferðast. Við fór­um til Srí Lanka með fjöl­skyld­unni minni árið 2018 og eft­ir það höf­um við oft talað um að fara tvö sam­an í svipað frí. Þegar Theo varð sex mánaða þá byrjuðum við að skoða staði sem okk­ur langaði að ferðast til og fór­um á fyrsta fund­inn okk­ar með Kil­roy. Þar sem ég hafði farið tvisvar sinn­um áður til Taí­lands þegar ég var yngri fannst mér það vera full­kom­in staður fyr­ir okk­ur fjöl­skyld­una að fara til, en við gerðum ekki mikið meira í þessu á þeim tíma.

Það var svo á af­mæl­is­dag­inn minn, 26.júní, þegar við Aron vor­um stödd í New York að ég fékk til­búna Taí­lands­ferð frá hon­um í af­mæl­is­gjöf. Hann hafði planað ferðina frá A-Ö í sam­starfi við Kil­roy, svo að sjö mánuðum síðar fór­um við í mánaðarlangt ferðalag um Taí­land með Theo sem þá var orðinn 21 mánaða. Theo hef­ur ferðast mikið með okk­ur og þetta var sjötta ut­an­lands­ferðin hans, svo að við vor­um frek­ar ör­ugg að fara með hann í þetta sól­ar­hings langa ferðalag, sem gekk svo eins og í sögu. Bæði ferðalagið og dvöl­in úti gengu mjög vel með hann en við tók­um með okk­ur nóg af bók­um, límmiðabók­um, bíl­um og ferðahátal­ara, sem reynd­ist okk­ur vel.“

Erna María, Theo Can og Aron Can.
Erna María, Theo Can og Aron Can. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert fóru þið í Taílandi?

„Við vor­um sam­tals í 31 dag í Taílandi, og byrjuðum ferðina á viku í Phuket, á strönd sem heit­ir Kata. Næst fór­um við yfir til Kra­bi en það tek­ur um þrjár klukku­stund­ir að keyra þangað frá Phuket. Við átt­um að vera þar í tíu daga, en enduðum á smá æv­in­týra­leiðangri yfir á eyj­una Koh Lanta, sem við kol­féll­um fyr­ir. Við gist­um þar í sjö næt­ur og hefðum lík­lega geta verið þar leng­ur. Eft­ir það fór­um við aft­ur til Phuket, og þá á Karon strönd þar sem við vörðum rest­inni af ferðinni. All­ar bíl­ferðir og báts­ferðir voru planaðar fyr­ir­fram af Kil­roy sem sem var mjög þægi­legt. Ferðalagið varð því frek­ar auðvelt og þurft­um við ekki að plana lang­ar bíl­ferðir hér og þar.“

Hér eru feðgarnir Aron Can og Theo Can en sá …
Hér eru feðgarn­ir Aron Can og Theo Can en sá litli er orðinn mik­ill reynslu­bolti í ut­an­lands­ferðum þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða staði voru þið ánægðust með?

„Phuket og Koh Lanta stóðu mikið upp úr. Okk­ur leið mjög vel á báðum stöðum og þótti Rawai svæðið í Phuket vera mjög spenn­andi og erum við spennt fyr­ir því að fara þangað aft­ur einn dag­inn. Koh Lanta er staður sem við heim­sækj­um 100% aft­ur, þessi litla eyja var svo ró­leg, með fal­leg­um og mjög svo ró­leg­um strönd­um, dá­sam­leg­um hót­el­um, ásamt skemmti­legri cross­fit stöð og svo var mat­ur­inn geggjaður. Fjöl­skyldu­vænn og huggu­leg­ur staður sem við get­um ekki annað en mælt með.“

Erna María naut sín vel í Taílandi en þetta var …
Erna María naut sín vel í Taílandi en þetta var henn­ar þriðja ferð til lands­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­lifðir þú ein­hver von­brigði?

„Það var eng­inn staður sem olli von­brigðum, þar sem þetta var allt svo ólíkt og skemmti­legt. En okk­ur fannst túrism­inn og kvöld- eða næt­ur­lífið í Kra­bi frek­ar óspenn­andi og þess vegna ákváðum við að fara yfir til Koh Lanta, sem við sjá­um ekki eft­ir. Eins og ég nefndi áðan, þá fannst okk­ur Rawai svæðið í Phuket mjög skemmti­legt, og þar sem við erum bæði mjög mikl­ir mat­gæðing­ar og dug­leg að hreyfa okk­ur, þá átti sá staður vel við okk­ur. En það er u.þ.b. 15-20 mín­útna akst­ur til Rawai frá Kata strönd og Karon strönd svo að við fór­um nán­ast dag­lega í cross­fit stöð á þessu svæði, feng­um okk­ur að borða og vörðum tíma á strönd­un­um þar. Öll hót­el­in sem þau hjá Kil­roy bentu okk­ur á voru mjög barn­væn, með stór­um og skemmti­leg­um leik­svæðum og sund­laug­um sem okk­ur fannst mik­ill kost­ur.“

Erna byrjaði daginn iðulega á góðri morgunmatarskál.
Erna byrjaði dag­inn iðulega á góðri morg­un­mat­ar­skál. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert lang­ar ykk­ur að fara næst sam­an í fjöl­skyldu­ferð?

„Góð spurn­ing, ætli við heim­sækj­um ekki fjöl­skyld­una hans Arons í Tyrklandi í sum­ar, og svo lang­ar okk­ur að fara í næsta langa ferðalag til Balí eða Dubai.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert