Ofurfyrirsæta kynþokkafull á karnival

Emily Ratajkowski.
Emily Ratajkowski. Samsett mynd

Banda­ríska fyr­ir­sæt­an Em­ily Rataj­kowski skemmti sér drottn­ing­ar­lega á kjöt­kveðju­hátíðinni í Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu nú á dög­un­um, ef marka má nýj­ustu færslu henn­ar á In­sta­gram.

Rataj­kowski, sem er 33 ára, birti djarf­ar og kynþokka­full­ar mynd­ir af sér í hátíðar­skrúða og sýndi einnig frá stemn­ing­unni á svæðinu.

„Takk fyr­ir mig, Bras­il­ía. Carni­val er ótrú­leg upp­lif­un,“ skrifaði hún á portú­gölsku við myndaserí­una.

Kjöt­kveðju­hátíðin er hald­in ár­lega með pompi og prakt í bras­il­ísku borg­inni Rio de Jan­eiro. Hátíðin, sem er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar, laðar til sín ferðafólk hvaðanæva að úr heim­in­um ár hvert, enda mögnuð sýn­ing fyr­ir augu og eyru.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Em­ily Rataj­kowski (@emrata)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert