Einstakt tækifæri til að skíða ótroðnar slóðir á Austfjörðum

Það sem er einstakt við Austurland Freeride Festival er fjallaskíðamennskan …
Það sem er einstakt við Austurland Freeride Festival er fjallaskíðamennskan og snjóbretti utan troðinna slóða. Ljósmynd/Visit Austurland

Um helg­ina fer hátíðin Aust­ur­land Freer­i­de Festi­val fram í Oddsk­arði fyr­ir aust­an og í nær­liggj­andi fjöll­um. Hátíðin hófst í dag og end­ar á sunnu­dag. Þetta er fimmta árið sem Freer­i­de Festi­val er haldið á Aust­ur­landi og hef­ur viðburður­inn vaxið ört síðustu ár. 

Það sem er ein­stakt við hátíðina er fjalla­skíðamennsk­an og snjó­bretti utan troðinna slóða og verða fjöldi fjalla­ferða með leiðsögn á dag­skrá, líkt og seg­ir í til­kynn­ingu frá Visit Aust­ur­land.

Í fjallaskíðamennsku eru settar skinnur undir fjallaskíðinn þegar gengið er …
Í fjalla­skíðamennsku eru sett­ar skinn­ur und­ir fjalla­skíðinn þegar gengið er upp fjallið. Ljós­mynd/​Visit Aust­ur­land

„Hátíðin snýst einnig um menn­ingu, sam­veru og upp­lif­un í stór­brotnu lands­lagi Aust­ur­lands og fá þátt­tak­end­ur tæki­færi til að upp­lifa nátt­úr­una í aust­firsku ölp­un­um und­ir hand­leiðslu reyndra fjalla­manna.“ 

Lögð er áhersla á að höfða til sem flestra á hátíðinni, ekki ein­göngu til reyndra fjalla­skíðamanna, og þátt­taka kost­ar ekk­ert. 

Aðstæður með besta móti

Einnig kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að á meðal dag­skrárliða séu fjöl­breytt­ar fjalla­ferðir, menn­ing­ar­viðburðir og af­slöpp­un í heit­um laug­um og pott­um eft­ir lang­an dag á fjöll­um.  

„Odds­skarð er eitt þekkt­asta skíðasvæði Aust­ur­lands, en hátíðin nýt­ir sér ekki aðeins troðnar brekk­ur held­ur einnig ótroðnar fjalla­hlíðar í ná­grenn­inu. Snjóaðstæður eru góðar í ár, með stöðugu grunn­lagi í fjöll­un­um og veður­spá­in lof­ar góðu.“

Svo það ligg­ur bein­ast við fyr­ir áhuga­sama að skella sér aust­ur um helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert