Rómantísk skilaboð frá flugmanni

Áhrifavaldurinn Steph Bohrer deildi myndbandi sem sýnir rómantísk skilaboð til …
Áhrifavaldurinn Steph Bohrer deildi myndbandi sem sýnir rómantísk skilaboð til hennar frá ókunnum flugmanni. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Steph Bohrer, frá Char­lest­on í Suður-Karólínu, deildi ell­efu sek­úndna mynd­bandi á sam­fé­lags­miðlum í gær sem fór á flug í net­heim­um. Í mynd­band­in­um seg­ir Bohrer frá óvænt­um róm­an­tísk­um skila­boðum sem hún fékk frá flug­manni á ferðalagi sínu.

„Ég sit á flug­vell­in­um og flugmaður skellti þessu á borðið hjá mér og gekk í burtu,“ seg­ir Bohrer í mynd­band­inu, en hún er með millj­ón fylgj­end­ur á TikT­ok og tæp­lega fjög­ur hundruð þúsund á In­sta­gram.

Skil­boð flug­manns­ins voru rituð aft­an á serví­ettu: „Ég hef séð all­an heim­inn og þú ert fal­leg­asta mann­eskj­an í hon­um.“

Allt kem­ur þetta fram í mynd­band­inu með lagi Tayl­or Swift, Enchan­ted, í bak­grunni. „Ég sá ekki einu sinni fram­an í hann,“ seg­ir hún einnig. 

Frá því í gær hafa 11,4 millj­ón­ir horft á mynd­bandið og 1,7 millj­ón­ir líkað við það.

Þó eru ekki all­ir sam­mála um að skila­boðin séu „heiðarleg“ og í einni at­huga­semd við mynd­bandið seg­ir: „Ég er fyrr­um flugþjónn. Þú get­ur verið viss um að hann ger­ir þetta á hverj­um ein­asta flug­velli og það er ör­ugg­lega ein­hver önn­ur að bíða hans heima.“

Þá eru enn aðrir sem halda því fram, þar sem hún er áhrifa­vald­ur, að hún hafi skrifað sjálf á serví­ett­una í því skyni að fá at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Þetta dul­ar­fulla mál held­ur áfram að vera óleyst.

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka