Tryllt hjólaleið í Japan

Shimanami Kaido-leiðin er sögð ein sú ótrúlegasta í heimi.
Shimanami Kaido-leiðin er sögð ein sú ótrúlegasta í heimi. Unsplash/Mina Rad

Shimanami Kaido er sjö­tíu kíló­metra hjóla­leið í Jap­an sem teng­ir sam­an aðal­eyj­arn­ar Hons­hu og Shi­koku og fleiri smá­eyj­ar í Seto In­land-haf­inu, á milli Ind­lands- og Kyrra­hafs.

Leiðin er sögð ein sú ótrú­leg­asta í heimi.

Í árþúsund­ir voru þess­ar litlu, hæðóttu eyj­ar aðeins aðgengi­leg­ar sjó­leiðina eða þar til Nis­hi Seto-hraðbraut­in var byggð fyr­ir vega­flutn­inga árið 1999. Shimanami Kaido-hjóla­leiðin ligg­ur sam­síða hraðbraut­inni og teng­ir Onomichi-eyju við Hons­hu sem teng­ist við Ima­bari-eyju og þaðan yfir á Shi­koku. Hjóla­leiðin var til­nefnd fyrsta „þjóðar­hjóla­leiðin“ í Jap­an árið 2019.

Ein af brúunum sjö á hjólreiðaleiðinni Shimanami Kaido í Japan.
Ein af brú­un­um sjö á hjól­reiðaleiðinni Shimanami Kaido í Jap­an. Unsplash/​Ray Waller

Heima­menn á eyj­un­um eru hæst­ánægðir með hjóla­leiðina þar sem hún hef­ur aukið ferðamennsku og þar með starf­stæki­færi eyja­skeggja. Þess vegna hafa brott­flutt­ir snúið til baka úr borg­un­um til að starfa hjá fyr­ir­tækj­um sem hafa sprottið upp síðustu ár.

Á leiðinni er ekki ein­ung­is hægt að njóta nátt­úr­unn­ar held­ur einnig alls þess frá­bæra í mat­ar­gerð og fersks sjáv­ar­fangs.

Hæg­ur og friðsæll takt­ur Seto In­land-hafs­ins heill­ar hvern þann sem hjól­ar eft­ir stígn­um.

Á Onomichi-eyju.
Á Onomichi-eyju. Unsplash/​Des­mond Tawiah

Nokk­urra klukku­stunda leiðang­ur

Fram­kvæmda­stjóri Set­oda-hót­els­ins á Ikuchijima-eyju, sem er lyk­il­stopp á leiðinni, seg­ir Shimanami Kaido ekki ein­ung­is lyk­il­stopp held­ur lyk­il­atriði í að dreifa ferðamönn­um um Jap­an. Árið 2024 flykkt­ust 35 millj­ón­ir ferðamanna til Jap­ans og heim­sóttu flest­ir höfuðborg­ina Tókýó, Osaka og Kyoto.

Eft­ir því sem eft­ir­spurn eft­ir hjóla­ferðamennsku eykst á alþjóðavísu hjálpa hjóla­leiðir eins og Shimanami Kaido til við að dreifa ferðamönn­um um landið.

Hægt er að klára hjóla­leiðina á nokkr­um klukku­stund­um en það er einnig hægt að taka nokkra út­úr­dúra og lengja þar með heild­ar­ferðina. Shimanami Kaido er nokkuð ör­ugg og auðveld yf­ir­ferðar, með hvíld­ar­stopp­um, sjálf­söl­um og reiðhjóla­verk­stæðum á leiðinni.

All­ur hjóla­stíg­ur­inn er af­markaður með blárri línu, sem máluð er í veg­kant­inn, að mestu bíl­laus og flöt. Nokk­ur fyr­ir­tæki bjóða upp á reiðhjóla­leigu og hjól­reiðamenn geta leigt og skilað hjól­um á leiðinni.

BBC Tra­vel 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert