„Ég verð ekki lengi að fylla minningarbankann”

Stella Michiko ferðast til Praq í fatahönnun.
Stella Michiko ferðast til Praq í fatahönnun. Samsett mynd

Hin 22 ára gamla Stella Michi­ko Sigrún, nemi á fata­hönn­un­ar­braut Lista­há­skóla Íslands, hélt út til Tékk­lands, nán­ar til­tekið Prag, í byrj­un fe­brú­ar til bæta við sig þekk­ingu og auka færni. Hún stund­ar skipti­nám við Aca­demy of Arts, Architect­ure and Design og féll fyr­ir feg­urð tékk­nesku borg­ar­inn­ar, gest­risni íbú­anna og blómstrandi menn­ing­ar­lífi stuttu eft­ir lend­ingu.

„Prag er ótrú­lega fal­leg borg sem býr yfir ein­stakri orku sem end­ur­spegl­ar marg­breyti­leika sam­fé­lags­ins. Hún er pass­lega stór og hef­ur upp á svo margt að bjóða, það er alltaf eitt­hvað að gera hérna, mikið af fal­leg­um kaffi­hús­um og söfn­um. Lista­sen­an í borg­inni er sömu­leiðis mjög öfl­ug og lif­andi.

Ég er enn þá að kynn­ast Prag og alltaf að upp­götva eitt­hvað nýtt,” seg­ir Stella.

Fallegur blár himinn í borginni Prag.
Fal­leg­ur blár him­inn í borg­inni Prag. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðspurð seg­ir Stella það hafa verið erfitt að flytja burt frá fjöl­skyldu sinni og vin­um sem og að aðlag­ast lífi á nýj­um stað.

„Þetta voru mik­il viðbrigði en þetta er allt að koma. Það er auðvitað erfitt að skilja ekk­ert í tékk­nesku, en ég er á tungu­mála­nám­skeiði og von­ast til að ná góðum tök­um á tungu­mál­inu sem fyrst. Mér líður mjög vel hér í Prag og á nú þegar upp­á­haldskaffi­hús, Café Let­ka, en þar er full­komið að setj­ast niður og njóta kaffi­bolla eða drykkj­ar í góðum fé­lags­skap.”

Sólin skín skært í Prag.
Sól­in skín skært í Prag. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart?

„Þegar ég fór á veit­ingastað og sá að bjór­inn var ódýr­ari en gosið,” seg­ir Stella og hlær.

„Ann­ars er ég alltaf að lenda í skemmti­leg­um æv­in­týr­um, ég verð ekki lengi að fylla minn­ing­ar­bank­ann.”

Stella sýnir tísku sína í borgarlífinu.
Stella sýn­ir tísku sína í borg­ar­líf­inu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Stella er mik­il ferðamann­eskja og nýt­ur þess að skoða heim­inn. Hún hef­ur sér­stak­an áhuga á borg­ar­ferðum þar sem henni finnst skemmti­leg­ast að sjá og upp­lifa ólíka menn­ing­ar­heima, skoða áhuga­verðar sýn­ing­ar og upp­götva leynd­ar perl­ur og sögu­fræga staði í borg­un­um.

Byggingarlistin er einstök í Prag.
Bygg­ing­ar­list­in er ein­stök í Prag. Ljós­mynd/​Aðsend

Ertu dug­leg að ferðast?

„Já, ég hef verið að fara mikið til Lugano í Sviss að heim­sækja bæði fjöl­skyldu og vini, ég ólst upp þar. Svo heim­sótti ég Par­ís, Nice og Mílanó síðasta sum­ar. Ég reyni að ferðast eins mikið og ég get.”

Ertu með ferðaplön fyr­ir sum­arið?

„Ég ætla að ferðast eitt­hvað um Evr­ópu í vor og sum­ar og svo kem ég heim til Reykja­vík­ur og held áfram í fata­hönn­un­ar­nám­inu,” seg­ir Stella að lok­um.



 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert