Hópur höfrunga lék listir sínar

Höfrungarnir glöddu brimbrettakappana.
Höfrungarnir glöddu brimbrettakappana. Samsett mynd

Óvænt­ir og orku­mikl­ir gest­ir bætt­ust í hóp brimbret­takappa sem voru að leika sér í öld­un­um við Rincon-strönd í Kali­forn­íu nú á dög­un­um.

Hóp­ur höfr­unga, sem stund­um eru kallaðir „trúðar sjáv­ar­ins“, kom á fleygi­ferð í átt að brimbretta­köpp­un­um og byrjaði að leika list­ir sín­ar við hlið þeirra.

Höfr­ung­arn­ir léku sér og stukku um skammt frá landi og glöddu ekki aðeins brimbret­takapp­ana held­ur einnig strand­gest­ina sem fylgd­ust spennt­ir með sjón­arspil­inu.

Einn strand­gest­anna fangaði þetta magnaða augna­blik á filmu og deildi því að sjálf­sögðu á sam­fé­lags­miðlum.

View this post on In­sta­gram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert