„Flugferðir geta verið furðu skaðlegar fyrir húð og líkama“

Einnig mælt með kókosvatni og banönum fyrir gott jafnvægi húðar.
Einnig mælt með kókosvatni og banönum fyrir gott jafnvægi húðar. Samsett mynd/ Rafaella Mendes Diniz/charlesdeluvio

Flestir snyrtifræðingar eru sammála um að flug fer ekki vel í húðina. „Flugferðir geta verið furðu skaðlegar fyrir húð og líkama vegna þurrs, endurunnins lofts í farþegarými og lágs raka, sem getur valdið rakatapi,“ segir Vanessa Marc, snyrtifræðingur og stofnandi Vanessa Marc Spa.

Aðrir snyrtifræðingar vilja meina að breytingar á þrýstingi í farþegarými geti leitt til vökvasöfnunar og lélegrar blóðrásar, sem aftur valdi þrota eftir flug og lækkun rakastigs húðar sem geri hana flagnandi og daufa.

„Farþegarýmið er í grundvallaratriðum eyðimörk í mikilli hæð.“

Mælt er með að fara í andlitsmeðferð fyrir flug með …
Mælt er með að fara í andlitsmeðferð fyrir flug með nokkurra daga fyrirvara. engin akyurt/Unsplash

Andlitsmeðferð nokkrum dögum áður

Andlitsmeðferð fyrir flug getur verið leynivopnið í þessum aðstæðum. Marc segir það fullkomlega óhætt að fá andlitsmeðferð fyrir flug en hins vegar ráðleggur hún að það sé gert með nokkurra daga fyrirvara. Þá mælir hún einnig gegn of aggressívum meðferðum. 

„Forðist mikinn andlitsskrúbb, efnalausnir ætluðum að gera yfirborð húðar betri og djúphreinsun þar sem húðin er kreist. Þessar meðferðir hafa áhrif á varnarlag húðar og útsetja hana fyrir þurru bakteríufylltu lofti farþegarýmisins.“

Samkvæmt Marc á í staðinn að setja rakameðferðir í forgang og styðja varnir húðarinnar með nærandi efnum eins og hýalúronsýru, keramíðum og andoxunarefnum. „Rakagefandi andlitsmeðferð hjálpar til við að endurnýja húðina og bæta við nauðsynlegum raka.“

Þá er einnig mælt með að bæta við rauðljósameðferð til að minnka þrota eftir flug.

Gott er að byrja að borða vatnsmikinn mat nokkrum dögum …
Gott er að byrja að borða vatnsmikinn mat nokkrum dögum fyrir flug, t.d. vatnsmelónur, agúrkur og laufgrænt grænmeti. Markus Winkler/Unsplash

Matur og vatn

Á Travel & Leisure er einnig mælt með öðrum leiðum til að undirbúa húðina fyrir ferðalög, t.d. að byrja á að innbyrða vatnsríkt fæði nokkrum dögum fyrir flug; agúrkur, vatnsmelónu, laufgrænt grænmeti og sellerí. Holl fita í avókadói og hnetum hjálpar til við að styrkja varnarlag húðarinnar og þá er einnig mælt með kókosvatni og banönum fyrir gott jafnvægi húðar.

Jafnvel við lendingu er hægt að taka nokkur skref til að betrumbæta jafnvægi húðarinnar. Þá er mælt með að byrja á að þrífa húðina vel með mildum hreinsiefnum til að fjarlægja bakteríur og óhreinindi flugfarrýmisins, drekka vatn og bera á sig keramíðríkt krem.

Einnig er gott að skvetta köldu vatni í andlitið eða nota kælandi maska. Ef þroti lætur á sér kræla er um að gera að nota ísmola eða jafnvel kalda skeið til að slá á hann.

Travel & Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert