Hýdra á Grikklandi: Paradís Leonards Cohens

Kanadíski söngvarinn Leonard Cohen og hin norska Marianne Ihlen kynntust …
Kanadíski söngvarinn Leonard Cohen og hin norska Marianne Ihlen kynntust á Hýdru á snemma á sjöunda áratugnum. Mauricio Muñoz/Unsplash

Hinir vin­sælu sjón­varpsþætt­ir um fer­il og ástar­líf rit­höf­und­ar­ins, ljóðskálds­ins, texta- og laga­höf­und­ar­ins Leon­ards Cohens, So Long, Mari­anne, eru í sýn­ingu á Rík­is­sjón­varp­inu þessi miss­er­in.

Í þátt­un­um er farið vel yfir upprisu frægðarsól­ar Cohens og bar­átt­una, höfn­un­ina og ringul­reiðina sem get­ur fal­ist í því að vera sann­ur listamaður. Ástar­sam­bandi hinn­ar norsku Mari­anne Ihlen og Cohen er gerð góð skil og áhorf­andi fylg­ist dá­leidd­ur með hvernig sam­bandið hefst og sveifl­un­um sem því fylg­ir eft­ir sem á líður. Hvernig Cohen ein­blíndi á frama sinn og Mari­anne reyndi að halda í við hann, hve ást­fang­in þau virt­ust hafa verið en hvernig frami og jafn­vel gyðingaræt­ur Cohens komu í veg fyr­ir að þau næðu al­veg sam­an. 

Leonard Cohen kemur til grísku eyjunnar Hýdru árið 1960.
Leon­ard Cohen kem­ur til grísku eyj­unn­ar Hýdru árið 1960. Skjá­skot/​Youtu­be

Svo er svo­lítið annað spenn­andi við þætt­ina og það er gríska para­dísareyj­an Hýdra, þar sem Cohen og Marienne kynnt­ust. Grísk menn­ing og mat­ar­gerð, tónlist sem spiluð er á krít­verska lýru og um­hverfið svo sjarmer­andi, hvít­máluð hús með rauðum þökum og þröng­ir stíg­ar á meðal þeirra.

Að vísu mik­il drykkja þeirra bóhema sem þar dvöldu en við lát­um það liggja á milli hluta.

Hægt er að fara í gönguferðir í hæðóttu landslaginu við …
Hægt er að fara í göngu­ferðir í hæðóttu lands­lag­inu við bæ­inn Hýdra-höfn­ina. An­astasius/​Unsplash
Hýdra er mjög aðgengileg eyja og þangað er t.d. hægt …
Hýdra er mjög aðgengi­leg eyja og þangað er t.d. hægt að fara í dags­ferð á bát frá Aþenu. Unsplash

Para­dís­in suður af Grikklandi

Hýdra er hluti af gríska eyja­klas­an­um, í Eyja­hafi, suður af Grikklandi. Eyj­an er þó nokkuð norðar en hin vin­sæla Krít.

Á Hýdru er einn eig­in­leg­ur bær, þekkt­ur sem Hýdra-höfn­in og áætlað er að um 2.500 manns búi í bæn­um. Þangað sæk­ir fjöldi bóhema árið um kring, enn þann dag í dag, sem og á sjö­unda ára­tugn­um líkt og þætt­irn­ir gefa til kynna.

Til Hýdru er hægt að fara í dags­ferðir á bát, Hýdra-ferj­unni, frá höfuðborg­inni Aþenu á meg­in­land­inu og þar er einnig fjöldi hót­ela og Airbnb-gisti­mögu­leika sem teygja sig allt frá um 10.000 kr. og upp úr fyr­ir nótt­ina.

Góður tími til að heim­sækja eyj­una er nán­ast árið um kring, en janú­ar og fe­brú­ar eru köld­ustu mánuðirn­ir og jafn­framt þeir blaut­ustu, ásamt des­em­ber. Tíma­bilið mars til júní og aft­ur sept­em­ber til byrj­un des­em­ber er sagt það lang­besta veðurfars­lega séð.

Sjarmann er að finna í hverjum krók og kima.
Sjarmann er að finna í hverj­um krók og kima. Leo/​Unsplash
Það myndi ekki væsa um fólk þarna á svona fallegum …
Það myndi ekki væsa um fólk þarna á svona fal­leg­um degi. Mauricio Muñoz/​Unsplash

Afþrey­ing og sjarm­inn

Á Hýdru er ým­is­legt að sýsla sér til dægra­stytt­ing­ar, hvort sem er að ganga niður að höfn­inni og njóta þess að sitja úti við í mat og drykk eða gera eitt­hvað enn menn­ing­ar­legra á borð við að heim­sækja söfn. Þar ber helst að nefna: Sögu­lega skjala­safnið, Kirkju­safnið, Agia Efprax­ia-klaustrið og klaust­ur Elías­ar spá­manns.

Eng­in bílaum­ferð er í bæn­um og má taka nokk­ur skref aft­ur í tím­ann þegar fylgst er með ösn­um draga á eft­ir sér kerr­ur með varn­ingi.

Engin bílaumferð er á eyjunni en þar eru notaði asnar …
Eng­in bílaum­ferð er á eyj­unni en þar eru notaði asn­ar til að ferja fólk og varn­ing. Jor­d­an Durzi/​Unsplash
Æðislegar gönguleiðir eru meðfram strandlengjunni.
Æðis­leg­ar göngu­leiðir eru meðfram strand­lengj­unni. Mauricio Muñoz/​Unsplash

Á eyj­unni er fjöldi göngu­leiða og leiða fyr­ir asna sem gam­an er að kanna, sum­ar hverj­ar meðfram sjón­um með stór­brotnu út­sýni og aðrar inn­ar á eyj­unni í hæðóttu lands­lag­inu. 

Nokkuð er um versl­an­ir í bæn­um sem marg­ar selja ekta gríska hand­gerða skart­gripi og út­saum.

Strend­urn­ar við fag­ur­blá­an sjó­inn eru yf­ir­leitt stein­steipt­ar, á meðal vin­sæl­ustu eru Vlichos, Kam­inia, Bisti og Agi­os Ni­kola­os. Nokkr­ir snorklstaðir eru í kring­um eyj­una, einkum á Bisti-strönd­inni, og þess virði að skoða fjöl­breytt sjáv­ar­lífið.

Hafa ber í huga að næt­ur­lífið á eyj­unni er ekki upp á marga fiska og ef sóst er eft­ir slíku er ef­laust ákjós­an­legra að ferðast annað. 

Að lok­um, þá er spurn­ing hvort mögu­leiki væri á sjóðheitu ástar­ævin­týri með óþolandi rugluðum og æðslega sjarmer­andi bóhem, líkt og Mari­anne heit­in upp­lifði?

Landslagið er hæðótt og flest húsin hvít með rauðum húsþökum.
Lands­lagið er hæðótt og flest hús­in hvít með rauðum húsþökum. Mauricio Muñoz/​Unsplash
Flestar baðstrendurnar eru stéttar.
Flest­ar baðstrend­urn­ar eru stétt­ar. Christ­ina Terzidou/​Unsplash




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert