Solla flaug yfir þveran hnöttinn

Sólveig Eiríksdóttir er stödd í Ástralíu.
Sólveig Eiríksdóttir er stödd í Ástralíu. Samsett mynd

Sól­veig Ei­ríks­dótt­ir, eða Solla eins og hún er oft­ast kölluð, flaug yfir þver­an hnött­inn til að upp­lifa töfra Ástr­al­íu og njóta góðra stunda með vina­fólki sínu, leik­stjór­an­um Baltas­ar Kor­máki, sam­býl­is­konu hans, mynd­list­ar­kon­unni Sunn­evu Ásu Weiss­happ­el, og ungri dótt­ur þeirra, hinni sjö mánaða gömlu Kilju.

Baltas­ar, Sunn­eva Ása og Kilja hafa verið bú­sett í Ástr­al­íu síðustu mánuði vegna kvik­mynda­verk­efn­is, en Baltas­ar er um þess­ar mund­ir að leik­stýra nýrri spennu­mynd, Apex, fyr­ir streym­isveit­una Net­flix sem skart­ar stór­stjörn­un­um Charlize Theron, Taron Egert­on og Eric Bana í aðal­hlut­verk­um.

Sól­veig hef­ur gefið skemmti­lega inn­sýn í ferðalagið á In­sta­gram-síðu sinni og virðist vera að njóta alls þess besta sem Ástr­al­ía hef­ur upp á að bjóða, enda með góða leiðsögu­menn.

Góðar vin­kon­ur

Sól­veig og Sunn­eva Ása hafa þekkst í dágóðan tíma. Þær tengd­ust sterk­um vináttu­bönd­um þegar sú fyrr­nefnda fékk mynd­list­ar­kon­una, sem er einnig afar fær leik­mynda­hönnuður, til að end­ur­hanna heim­ili sitt í Hafnar­f­irði fyr­ir nokkr­um árum síðan.

Í hús­inu er margt skemmti­legt sem gríp­ur augað, en eld­húsið, hjarta heim­il­is­ins, er ein­stakt og engu öðru líkt.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Solla Ei­ríks (@solla.eiriks)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Solla Ei­ríks (@solla.eiriks)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Solla Ei­ríks (@solla.eiriks)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka