Alls 71% ferðalanga sem ferðast einir eru konur

Konur er í sífellt meiri mæli að ferðast einar eða …
Konur er í sífellt meiri mæli að ferðast einar eða saman í hópum til að komast frá daglegu amstri. Briana Tozour/Unsplash

Kven­ferðalöng­um hef­ur farið fjölg­andi und­an­far­in ár þar sem 71% ferðalanga sem ferðast ein­ir eru kon­ur, þar af eru 25% 65 ára og eldri, sam­kvæmt þró­un­ar­skýrslu Virtu­oso, frá ág­úst 2024.

Breytt sam­fé­lags­leg viðmið og aukið fjár­hags­legt sjálf­stæði gef­ur kon­um frelsi til að kanna heim­inn. Þessi þróun hef­ur einnig leitt til þess að fleiri kven­kyns frum­kvöðlar færa sig yfir í ferðaiðnaðinn.

Yngri konur ferðast einnig í meiri mæli.
Yngri kon­ur ferðast einnig í meiri mæli. Holly Mandarich/​Unsplash

Marg­ar kon­ur fá ekki tæki­færi til að ferðast á yngri árum vegna ábyrgðar­hluta í líf­inu eins og hjóna­bands, barneigna, starfs­frama og annarra fé­lags­legra- og menn­ing­ar­legra þátta.

„Það er vax­andi löng­un til að kanna smærri og fal­legri áfangastaði sem bjóða upp á ríka menn­ingu, staðbund­in tengsl og mögu­leik­ann á að upp­götva meira,“ seg­ir Ell­en Flowers, ferðablogg­ari hjá Perennial Style.

Marg­ar kven­ferðir hverf­ast í kring­um áhuga­mál eins og list­sköp­un, hesta­ferðir og mat­reiðslu­nám­skeið. Framtíðar­horf­ur í ferðamennsku sem teng­ist áhuga­mál­um gefa til kynna að markaður­inn gæti náð veltu upp á 5,1 millj­arð doll­ara árið 2025.

Konur hafa áhuga á ólíkri menningu og vilja gjarnan styðja …
Kon­ur hafa áhuga á ólíkri menn­ingu og vilja gjarn­an styðja við hand­verks­kon­ur á þeim áfangastað sem farið er til. Ives Ives/​Unsplash
Konur velja allt frá hreyfi- og ævintýraferðum yfir í menningalegri …
Kon­ur velja allt frá hreyfi- og æv­in­týra­ferðum yfir í menn­inga­legri ferðir eða slök­un­ar­ferðir. wang xi/​Unsplash

Kon­ur brjóta niður staðalí­mynd­ir

Kon­ur hafa áhuga á að vita hvernig aðrar kon­ur lifa og fá þannig betri skiln­ing á menn­ingu þeirra og aðstæðum með því að styðja við inn­lenda frum­kvöðla­starf­semi kvenna og verja tíma með inn­lend­um hand­verks­kon­um.

Í því sam­hengi seg­ir Sarah Faith hjá Responsi­ble Tra­vel að vin­sæl­ustu kvenna­ferðirn­ar séu þær sem tengja sam­an ferðalang­inn og kven­kyns íbúa á því svæði sem ferðast er til. 

Kon­ur á öll­um aldri leita eft­ir æv­in­týr­um, vilja ögra sér og kanna hið óþekkta. Fyr­ir marg­ar er það per­sónu­legt frelsi. Kon­ur yfir fimm­tugu sanna að leit­in að spennu í líf­inu renni aldrei út á dag­setn­ingu. 

„Það er vaxandi löngun til að kanna smærri og fallegri …
„Það er vax­andi löng­un til að kanna smærri og fal­legri áfangastaði sem bjóða upp á ríka menn­ingu.“ Wei-Cheng Wu/​Unsplash

„Allt frá því að klöngr­ast niður kletta til göngu­ferða í af­skekktu lands­lagi, eru þess­ir ótta­lausu land­könnuðir að brjóta niður staðalí­mynd­ir og sýna að hreyfi­ferðir eru fyr­ir alla.“

Slík­ar kvenna­ferðir eru ekki ein­ung­is farn­ar af eldri kon­um, held­ur eru þær al­veg eins vin­sæl­ar meðal yngri kvenna. Stress dag­lega lífs­ins hef­ur gert það að verk­um að yngri kon­ur sækja einnig sí­fellt meira í heilsu­ferðir, eins og jóga­ferðir.

Þá hafa sam­fé­lags­miðlar á borð við TikT­ok og In­sta­gram ýtt und­ir ferðaáhuga yngri kyn­slóðar kvenna.

Samfélagsmiðlar hafa haft áhrif á aukningu í kvennaferðum, að konur …
Sam­fé­lags­miðlar hafa haft áhrif á aukn­ingu í kvenna­ferðum, að kon­ur ferðist ein­ar eða í hópi af vin­kon­um. Nate Johnst­on/​Unsplash

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert