Hvort er Lissabon eða Portó skemmtilegri?

Álit fólks er ansi mismunandi þegar kemur að vali á …
Álit fólks er ansi mismunandi þegar kemur að vali á milli Lissabon og Portó. Samsett mynd/Andreas M/roya ann miller

Þegar ferðast er til Portúgal eru vin­sæl­ustu borg­irn­ar höfuðborg­in Lissa­bon og Por­tó. Það eru þó ekki all­ir á eitt sam­mála um hvor borg­in er skemmti­legri. Ferðavef­ur­inn Lonely Pla­net tek­ur sam­an atriði sem hvor borg um sig hef­ur fram yfir hina.

Lissabon var að mestu endurreist eftir jarðskjálftann 1755. Hins vegar …
Lissa­bon var að mestu end­ur­reist eft­ir jarðskjálft­ann 1755. Hins veg­ar má enn finna gaml­ar minj­ar í elsta hverfi borg­ar­inn­ar, Al­fama. Liam McKay/​Unsplash

Lissa­bon

Höfuðborg­in hef­ur á síðustu þrem­ur ára­tug­um orðið að topp áfangastað. Por­tó hef­ur meira yf­ir­bragð „gömlu Evr­ópu“, en eina ástæðan er sú að flest hverfi í Lissa­bon jöfnuðust við jörðu í jarðskjálfta 1755. Borg­in var svo end­ur­reist und­ir stjórn Marquês de Pombal. 

Ekki týnd­ust þó öll um­merki um hina gömlu Lissa­bon. Á göt­um Al­fama, elsta hverf­is borg­ar­inn­ar, má finna um­merki um róm­versk­an miðalda­múr frá 13. öld, en þau um­merki má einnig finna í gamla gyðinga­hverf­inu.

Ein elsta bóka­versl­un í heimi er í Lissa­bon, versl­un­in var byggð árið 1732 og er á Livr­aria Bertrand í Chia­do. Þar er hægt að gleyma sér í æva­forn­um bók­mennt­um og kíkja svo á Bertrand-kaffi­húsið inn af bóka­safn­inu.

Margir sporvagnanna í Lissabon eru ansi litríkir.
Marg­ir spor­vagn­anna í Lissa­bon eru ansi lit­rík­ir. Sigg Sebastian/​Unsplash

Gaml­ar verk­smiðjur og vöru­hús í Lissa­bon hafa orðið að óhefðbundn­um versl­un­ar­svæðum, miðstöðvum lista og aðsetri sprota­fyr­ir­tækja.

Sam­tíma­list er aðgengi­leg í höfuðborg­inni en hægt er að skoða veggjakrots­mynd­ir á leið sinni í spor­vagn­in­um Elevador da Glória, lista­sýn­ing­ar á al­menn­ings­sal­ern­um neðanj­arðar, sem ekki eru í notk­un, og jafn­vel neðanj­arðarlest­ar­stöðvar eru þakt­ar verk­um síðan sú fyrsta opnaði 1959, þar er Olai­as einna eft­ir­minni­leg­ust.

Hin fræga fadó-tónlist kem­ur frá Lissa­bon og hægt er að sækja fjölda tón­list­ar­viðburða hvort sem er yfir kvöld­verði, eða ekki, þar sem þemað er fadó.

Horft yfir Lissabon, eflaust beðið eftir kældu hvítvíni með góða …
Horft yfir Lissa­bon, ef­laust beðið eft­ir kældu hvít­víni með góða fadó-tónlist í bak­grunni. Soop kim/​Unsplash
Litrík heimili í Portó.
Lit­rík heim­ili í Por­tó. Ekin-Fidel Tanri­ver­di/​Unsplash

Por­tó

Lissa­bon er óneit­an­lega heill­andi, en á hrör­leg­an og stund­um óreiðukennd­an, suður-evr­ópsk­an máta, meira í anda Pal­ermo en Par­ís. Por­tó nær aft­ur á móti þessu tign­ar­lega yf­ir­bragði og er það bygg­ing­ar­list borg­ar­inn­ar að þakka.

Mann­virki Por­tó eiga mörg hver ræt­ur sín­ar að rekja aft­ur til 14. ald­ar. 

Por­tó er þekkt fyr­ir skap­andi and­rúms­loft og virkt list­rænt sam­fé­lag. Þótt marg­ar af fremstu lista­stofn­un­um lands­ins sé að finna í Lissa­bon er t.d. að finna eitt besta sam­tíma­lista­safn Evr­ópu í Por­tó, Serral­ves Foundati­on.

Eitt besta samtímalistasafn Evrópu, Serralves Foundation, er í Portó.
Eitt besta sam­tíma­lista­safn Evr­ópu, Serral­ves Foundati­on, er í Por­tó. Mak­sym Pozniak-Hara­burda/​Unsplash

Museu Nacional Soares dos Reis hef­ur að geyma eitt besta safn inn­lendr­ar list­ar og er staðsett í gam­alli höll. Þá er Centro Port­ugu­es de Fotografia, ljós­mynda­safnið, til húsa í gömlu fang­elsi og hýs­ir þar frá­bær­ar tíma­bundn­ar sýn­ing­ar.

Í Por­tó er einnig að finna eina fal­leg­ustu bóka­versl­un í heimi, Livr­aria Lello.

Frá­bær­ir út­sýn­is­staðir eru víðs veg­ar um Por­tó, þ.á.m Tor­re dos Clérigos. 

Sterk vín eru stór hluti af mat­ar­gerðar­arf­leifð borg­ar­inn­ar en þó er annað eins og kjöt­meti einnig efst á lista: Svína­kjöt í þunn­um sneiðum, steikt upp úr lárðviðarlauf­um og hvít­lauk með slatta af chili-olíu.

Al­ræmd­asta sam­loka Por­tó er svo­kölluð frances­inha; með þunnri steik, tveim­ur teg­und­um af pyls­um, skinku, osti, steiktu eggi og kryddaðri sósu.

Í um hundrað kíló­metra fjar­lægð frá borg­inni er Parque Nacional Peneda-Gerês-þjóðgarður­inn og með ein­faldri lest­ar­ferð er hægt að fara í töfr­andi lands­lag í Douro-daln­um.

Portó stendur við Douro-ána.
Por­tó stend­ur við Douro-ána. Nick Karvoun­is/​Unsplash

Lonely Pla­net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert