„Við erum agndofa yfir fegurðinni“

Hjónin eyddu tveimur ljúfum dögum á Höfn í Hornafirði.
Hjónin eyddu tveimur ljúfum dögum á Höfn í Hornafirði. Skjáskot/Instagram

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, fóru í sína fyrstu op­in­beru heim­sókn inn­an­lands á Höfn í Hornafirði fyrr í vik­unni.

Halla deildi skemmti­leg­um mynd­um af heim­sókn þeirra hjóna á In­sta­gram-síðu sinni í dag.

„Fyrsta op­in­bera heim­sókn­in inn­an­lands er nú að baki hjá okk­ur Birni. Við erum agndofa yfir feg­urðinni sem mætti okk­ur í Hornafirði síðustu tvo daga. Bæði skartaði nátt­úr­an sínu feg­ursta en það var líka feg­urðin í mann­líf­inu sem snerti okk­ur. Hvert sem við fór­um um Höfn, Suður­sveit og Öræfi mætti okk­ur gleði, góðvild og kynn­gi­magnaður kraft­ur, sem hvarfl­ar að manni að heima­menn hljóti að sækja til jökl­anna og fjall­anna í kring.

Kæru Horn­f­irðing­ar! Takk enn og aft­ur inni­lega fyr­ir að taka svona vel á móti okk­ur og gefa okk­ur tæki­færi til að kynn­ast ykk­ar öfl­uga og fjöl­breyti­lega sam­fé­lagi. Við Björn hlökk­um til að fylgj­ast með Hornafirði vaxa áfram og dafna til framtíðar. Við hlökk­um líka mikið til að heim­sækja fleiri sveit­ar­fé­lög í okk­ar fal­lega landi,” skrifaði Halla við færsl­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka