Tími til að njóta fegurðar útsprunginna kirsuberjatrjánna

Myndin til vinstri er frá Belgíu en í Brussel og …
Myndin til vinstri er frá Belgíu en í Brussel og á fleiri stöðum er sérlega mikið um kirsuberjatré. Samsett mynd/Jonas Jaeken/Neha Deshmukh

Nú er tími blómstrandi kirsuberjatrjáa að ganga í garð en trén byrja að blómstra um miðjan mars fram til aprílloka og byrjun maí, ár hvert. Blómsturtíminn fer þó eftir landsvæðum og veðráttu en innan þessa tímaramma er hægt að vera fullviss um að geta notið trjánna í fullum skrúða.

Ilmur blómanna er sætur og minnir á vanillu. Þau eru fallega ljósbleik, sum hver skærbleik og hvít, jafnvel fjólublá og smá gul og breytast göturnar í ævintýraveröld þegar gengið er á meðal blómstrandi trjánna. Tugir þúsunda þeirra vaxa í Japan og eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Á vorin þegar trén byrja að blómstra kallast það „hanami“ á japönsku.

Japan er þó ekki eini staðurinn þar sem kirsuberjatré er að finna en þau má einnig sjá í borgum víðs vegar um Evrópu.

Frá Cheltenham í Bretlandi. Hér má sjá hvít blómstrandi kirsuberjatré.
Frá Cheltenham í Bretlandi. Hér má sjá hvít blómstrandi kirsuberjatré. Simon Godfrey/Unsplash
Frá Cardiff í bretlandi.
Frá Cardiff í bretlandi. Grooveland Designs/Unsplash

Evrópuborgir og kirsuberjatré

Vorið í Amsterdam er æðislegur tími til að sjá bleikan skrúðann, en á þessum tíma er einnig mikið um afþreyingu. Íbúar borgarinnar flykkjast út í lautarferðir og partý, oft með lifandi tónlist. Kirsuberjatrén standa blómstrandi meðfram ám og skurðum og líta jafnvel enn betur út með söguleg kennileiti í bakgrunni, eins og vindmyllurnar.

Í Roihuvuori-hverfinu í Helsinki er mikið um trén sem gerir staðinn að uppáhaldsáfangastað þeirra sem una sér í náttúrunni. Hverfið er í suðurhluta Helsinki, höfuðborg Finnlands, og það getur verið sérlega töfrandi að ganga um garðinn og njóta bleikrar fegurðarinnar og ekki síður að næturlagi, þegar tunglsljósið gefur trjánum ævintýralegan blæ.

Berlín í Þýskalandi er sögð ein sú mest spennandi að heimsækja til að njóta fegurðar kirsuberjatrjánna. Í borginni er fjöldi garða, hver og einn með kirsuberjatrjám sem minnir á paradís á vorin.

Myndin er frá Berlín í Þýskalandi.
Myndin er frá Berlín í Þýskalandi. Paul VolkmerUnsplash

Höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmur, er ekki á einum lista heldur tveimur yfir hvar best er að skoða kirsuberjatré í Evrópu. Besti tíminn til að njóta trjánna í fullum blóma er í apríl og fram til byrjun maí. Á þessum tíma verða trén skærbleik, fjólublá, hvít og jafnvel eilítið gul. Trén eru víðs vegar um borgina en þeirra er eflaust best notið þegar gengið er eftir steinsteyptum götum Gamla Stan.

Prag er í hjarta Evrópu og eru litir blómanna yfirleitt bleikur og hvítur. Í höfuðborg Tékklands er helst að finna trén í Petrin Hill, Stromovka-garðinum, Letna-garðinum, Havlickovy Sady og á Kampa-eyju, sem sögð er ein sú fegursta í heimi. Ef ferðalagið er tímasett rétt er hægt að fylgjast með umbreytingunum þegar greinar trjánna taka á sig lit.

Í Edinborg í Skotlandi er The Meadows-almenningsgarðurinn þar sem hægt er að spila krikket, tennis eða einfaldlega njóta þess að ganga á milli blómstrandi kirsuberjatrjánna. 

Það er svo gaman að fara á markaði í Evrópuborgum …
Það er svo gaman að fara á markaði í Evrópuborgum og kaupa glæný kirsuber, sem bráðna í munni. Joanna Kosinska/Unsplash

Hvenær berin eru best

Listinn er vissulega ekki tæmandi og þá ber að hafa í huga að þótt trén séu byrjuð að blómstra á vorin þá eru kirsuberin sjálf ekki tilbúin fyrr en aðeins seinna. Uppskerutíma kirsuberja er skipt í þrjá hluta. 

  • Snemmsumars, apríl-maí: Fyrstu berin verða tilbúin, ekki eins bragðmikil og aðeins ljósari á lit.
  • Hánnatími, maí-júlí: Þegar kirsuberin eru hvað sætust, safaríkust og bragðmest.
  • Síðsumars júlí-ágúst: Þarna fer að hægjast á uppskerunni og berin líta ekki eins vel út og verða ekki eins sæt. 

Best eru berin í júní þegar kirsuberjatrén eru í fullum blóma. Þá er afar skemmtilegt að fara á útimarkað í einhverri góðri Evrópuborg og kaupa fulla öskju af dimmrauðum og safaríkum kirsuberjum.

Liturinn er fullkominn.
Liturinn er fullkominn. Roksolana Zasiadko/Unsplash

Pretty Wild World

European Best Destinations

Greenplate Pursuits

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert