Tími til að njóta fegurðar útsprunginna kirsuberjatrjánna

Myndin til vinstri er frá Belgíu en í Brussel og …
Myndin til vinstri er frá Belgíu en í Brussel og á fleiri stöðum er sérlega mikið um kirsuberjatré. Samsett mynd/Jonas Jaeken/Neha Deshmukh

Nú er tími blómstrandi kirsu­berja­trjáa að ganga í garð en trén byrja að blómstra um miðjan mars fram til aprílloka og byrj­un maí, ár hvert. Blóm­st­ur­tím­inn fer þó eft­ir landsvæðum og veðráttu en inn­an þessa tím­aramma er hægt að vera full­viss um að geta notið trjánna í full­um skrúða.

Ilm­ur blómanna er sæt­ur og minn­ir á vanillu. Þau eru fal­lega ljós­bleik, sum hver skær­bleik og hvít, jafn­vel fjólu­blá og smá gul og breyt­ast göt­urn­ar í æv­in­týra­ver­öld þegar gengið er á meðal blómstrandi trjánna. Tug­ir þúsunda þeirra vaxa í Jap­an og eru mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðamenn. Á vor­in þegar trén byrja að blómstra kall­ast það „hanami“ á japönsku.

Jap­an er þó ekki eini staður­inn þar sem kirsu­berja­tré er að finna en þau má einnig sjá í borg­um víðs veg­ar um Evr­ópu.

Frá Cheltenham í Bretlandi. Hér má sjá hvít blómstrandi kirsuberjatré.
Frá Chelten­ham í Bretlandi. Hér má sjá hvít blómstrandi kirsu­berja­tré. Simon God­frey/​Unsplash
Frá Cardiff í bretlandi.
Frá Car­diff í bretlandi. Groo­ve­land Designs/​Unsplash

Evr­ópu­borg­ir og kirsu­berja­tré

Vorið í Amster­dam er æðis­leg­ur tími til að sjá bleik­an skrúðann, en á þess­um tíma er einnig mikið um afþrey­ingu. Íbúar borg­ar­inn­ar flykkj­ast út í laut­ar­ferðir og partý, oft með lif­andi tónlist. Kirsu­berja­trén standa blómstrandi meðfram ám og skurðum og líta jafn­vel enn bet­ur út með sögu­leg kenni­leiti í bak­grunni, eins og vind­myll­urn­ar.

Í Roi­huvu­ori-hverf­inu í Hels­inki er mikið um trén sem ger­ir staðinn að upp­á­halds­áfangastað þeirra sem una sér í nátt­úr­unni. Hverfið er í suður­hluta Hels­inki, höfuðborg Finn­lands, og það get­ur verið sér­lega töfr­andi að ganga um garðinn og njóta bleikr­ar feg­urðar­inn­ar og ekki síður að næt­ur­lagi, þegar tungls­ljósið gef­ur trján­um æv­in­týra­leg­an blæ.

Berlín í Þýskalandi er sögð ein sú mest spenn­andi að heim­sækja til að njóta feg­urðar kirsu­berja­trjánna. Í borg­inni er fjöldi garða, hver og einn með kirsu­berja­trjám sem minn­ir á para­dís á vor­in.

Myndin er frá Berlín í Þýskalandi.
Mynd­in er frá Berlín í Þýskalandi. Paul Volk­mer­Unsplash

Höfuðborg Svíþjóðar, Stokk­hólm­ur, er ekki á ein­um lista held­ur tveim­ur yfir hvar best er að skoða kirsu­berja­tré í Evr­ópu. Besti tím­inn til að njóta trjánna í full­um blóma er í apríl og fram til byrj­un maí. Á þess­um tíma verða trén skær­bleik, fjólu­blá, hvít og jafn­vel ei­lítið gul. Trén eru víðs veg­ar um borg­ina en þeirra er ef­laust best notið þegar gengið er eft­ir stein­steypt­um göt­um Gamla Stan.

Prag er í hjarta Evr­ópu og eru lit­ir blómanna yf­ir­leitt bleik­ur og hvít­ur. Í höfuðborg Tékk­lands er helst að finna trén í Petr­in Hill, Stromovka-garðinum, Letna-garðinum, Havlic­kovy Sady og á Kampa-eyju, sem sögð er ein sú feg­ursta í heimi. Ef ferðalagið er tíma­sett rétt er hægt að fylgj­ast með umbreyt­ing­un­um þegar grein­ar trjánna taka á sig lit.

Í Ed­in­borg í Skotlandi er The Mea­dows-al­menn­ings­garður­inn þar sem hægt er að spila krikk­et, tenn­is eða ein­fald­lega njóta þess að ganga á milli blómstrandi kirsu­berja­trjánna. 

Það er svo gaman að fara á markaði í Evrópuborgum …
Það er svo gam­an að fara á markaði í Evr­ópu­borg­um og kaupa glæ­ný kirsu­ber, sem bráðna í munni. Jo­anna Kos­inska/​Unsplash

Hvenær ber­in eru best

List­inn er vissu­lega ekki tæm­andi og þá ber að hafa í huga að þótt trén séu byrjuð að blómstra á vor­in þá eru kirsu­ber­in sjálf ekki til­bú­in fyrr en aðeins seinna. Upp­skeru­tíma kirsu­berja er skipt í þrjá hluta. 

  • Snemm­sum­ars, apríl-maí: Fyrstu ber­in verða til­bú­in, ekki eins bragðmik­il og aðeins ljós­ari á lit.
  • Hánna­tími, maí-júlí: Þegar kirsu­ber­in eru hvað sæt­ust, safa­rík­ust og bragðmest.
  • Síðsum­ars júlí-ág­úst: Þarna fer að hægj­ast á upp­sker­unni og ber­in líta ekki eins vel út og verða ekki eins sæt. 

Best eru ber­in í júní þegar kirsu­berja­trén eru í full­um blóma. Þá er afar skemmti­legt að fara á úti­markað í ein­hverri góðri Evr­ópu­borg og kaupa fulla öskju af dimm­rauðum og safa­rík­um kirsu­berj­um.

Liturinn er fullkominn.
Lit­ur­inn er full­kom­inn. Rok­sol­ana Zasia­dko/​Unsplash

Pretty Wild World

Europe­an Best Dest­inati­ons

Green­pla­te Pursuits

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert