Leikkona hatar flugvélaklósett

Kaley Cuoco sest aldrei í fremstu röð flugvéla.
Kaley Cuoco sest aldrei í fremstu röð flugvéla. AFP

Bandaríska leikkonan Kaley Cuoco sem margir þekkja úr þáttunum The Big Bang Theory segist alltaf sitja í gangsæti um borð í flugvél. Þetta kemur fram í Travel&Leisure.

„Þegar ég er um borð í flugvél vel ég alltaf gangsæti þar sem ég fæ mikla innilokunarkennd. Í flugvélum finnst mér gott að slökkva á símanum og njóta þess að vera úr sambandi við umheiminn. Mér finnst frábært að nota tímann til þess að horfa á allar bíómyndirnar sem ég átti eftir að sjá og fá næði til þess að sofa. Ég er það heppin að ég get sofið hvar sem er. Ég gæti þess vegna lagst á góflið og sofið klukkustundum saman. Fólk öfundar mig af þessari náðargáfu.“

„Það sem ég hata við flugvélar er það að fara á klósettið. Ég er alltaf svo hrædd um að læsast þar inni.“

„Ég er nýfarin að ferðast um með börnin mín og þá passa ég mig að vera alltaf með fullt af snarli, ipad og allt mögulegt.“

Helsta ráð Cuoco er að reyna að forðast fyrstu röðina. „Margir halda að það sé best að vera fremst því þá fær maður að fara um borð fyrstur og fara fyrstur úr vélinni. Það er hins vegar ekkert gott að sitja fremst því maður getur ekki geymt neitt hjá sér. Allt verður að fara upp í farangurshólfið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert