Valdimar í toppformi á Tenerife

Valdimar kann að njóta lífsins.
Valdimar kann að njóta lífsins. Skjáskot/Instagram

Það væs­ir ekki um tón­list­ar­mann­inn Valdi­mar Guðmunds­son þessa dag­ana, en hann er nú stadd­ur í fríi með sam­býl­is­konu sinni, Önnu Björk Sig­ur­jóns­dótt­ur, á upp­á­haldsstað Íslend­inga, Teneri­fe.

Valdi­mar, sem hef­ur um ára­bil verið einn ást­sæl­asti söngv­ari lands­ins, deildi skemmti­legri mynd af sér á In­sta­gram-síðu sinni um helg­ina og af henni að dæma þá á eyja­lífið ansi vel við hann.

„Ég vil meina að ég líti út eins og Leo í bíó­mynd­inni Blood Diamond. Anna seg­ir að ég sé lík­ari Big Le­bowski.

Bestu kveðjur frá Tene,” skrif­ar hann við færsl­una.

Söngv­ar­inn góðkunni hef­ur lengi háð bar­áttu við auka­kíló­in og verið op­in­skár um málið á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum.

Valdi­mar tók heils­una föst­um tök­um fyr­ir ör­fá­um árum síðan og hef­ur náð ótrú­leg­um ár­angri eins og sjá má á mynd­inni.



Stórsöngvari Íslands, Valdimar Guðmundsson.
Stór­söngv­ari Íslands, Valdi­mar Guðmunds­son. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert