Átján manna hús til leigu við Selfoss

Vinahópar eða stærri fjölskyldur komast vel fyrir í þessari glæsilegu …
Vinahópar eða stærri fjölskyldur komast vel fyrir í þessari glæsilegu gistingu. Samsett mynd

Rétt hjá Sel­fossi er hús til leigu sem rúm­ar átján manns í sex her­bergj­um. Húsið er gam­all skóli sem hætti árið 2006. Nú er búið að breyta skól­an­um í skemmti­lega gist­ingu fyr­ir hópa sem hægt er að leigja á leigusíðunni AirBnb.

Í lýs­ingu húss­ins er tekið fram að bygg­ing­in sé sögu­leg á skemmti­leg­um stað á lands­byggðinni. Húsið er inn­réttað á af­slappaðan og smekk­leg­an hátt. Sex svefn­her­bergi eru í hús­inu og er sér baðher­bergi fyr­ir hvert her­bergi. Þetta er því kjörið fyr­ir stóra vina­hópa eða fjöl­skyld­ur. 

Þarna má einnig finna skemmti­leg­an garðskála og heill­andi úti­svæði. Einnig er heit­ur pott­ur fyr­ir gesti.

Húsið er innréttað á heimilislegan og afslappaðan hátt.
Húsið er inn­réttað á heim­il­is­leg­an og af­slappaðan hátt. Skjá­skot/​AirBnb
Það er nóg pláss!
Það er nóg pláss! Skjá­skot/​AirBnb
Snyrtileg og smekkleg svefnherbergi.
Snyrti­leg og smekk­leg svefn­her­bergi. Skjá­skot/​AirBnb
Þarna má njóta lífsins með sínum nánustu og elda góðan …
Þarna má njóta lífs­ins með sín­um nán­ustu og elda góðan mat. Skjá­skot/​AirBnb
Inni- og útigarðurinn er heillandi.
Inni- og útig­arður­inn er heill­andi. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert