Finna fyrir auknu ónæði af völdum ferðamanna

Þáttaröðin Emily in Paris hefur ekki slegið í gegn hjá …
Þáttaröðin Emily in Paris hefur ekki slegið í gegn hjá Frökkum. Samsett mynd

Frakk­ar, þá sér­stak­lega þeir sem bú­sett­ir eru í Mont­martre-hverf­inu í Par­ís, eru sagðir finna fyr­ir auknu ónæði af völd­um ferðamanna á svæðinu. Ástæðan er sögð vera vin­sæld­ir þátt­araðar­inn­ar Em­ily in Par­is sem sýnd hef­ur verið á streym­isveit­unni Net­flix frá ár­inu 2020.

Aðdá­end­ur Em­ily in Par­is flykkj­ast til borg­ar­inn­ar í stríðum straum­um til að sjá og upp­lifa borg­ina með ber­um aug­um og heim­sækja staði sem birst hafa í þátt­un­um í þeirri von að end­ur­gera atriði og/​eða ná flott­um ferðamynd­um til að deila á sam­fé­lags­miðlum.

Mont­martre-hverfið, sem marg­ir segja eitt fal­leg­asta hverfi borg­ar­inn­ar, kem­ur reglu­lega við sögu í þátt­un­um og er það því vin­sæll viðkomu­staður ungra aðdá­enda sem ferðast til Par­ís­ar í leit að ást og æv­in­týr­um líkt og aðal­per­sóna þátt­anna, Em­ily Cooper, sem leik­in er af Lily Coll­ins.

Íbúar Mont­martre hafa marg­ir hverj­ir mót­mælt stöðugt aukn­um ferðamanna­straumi og ein­hverj­ir lýstu óánægju sinni með því að krota á glugga­hlera á vin­sælu kaffi­húsi, sem er einn af fjöl­mörg­um töku­stöðum Em­ily in Par­is í Evr­ópu­borg­inni, ný­verið.

Íbú­arn­ir eru sagðir hafa mikl­ar áhyggj­ur af tak­mörk­un um­ferðar og dval­ar á svæðinu vegna taka og hræðast einnig hækk­andi leigu­verð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert