Lúxusbústaður til leigu við Húsavík

Lúxus og fallegt umhverfi.
Lúxus og fallegt umhverfi. Skjáskot/AirBnb

Fjórir gestir geta eytt fríinu í fallegum lúxusbústað við Húsavík. Bústaðurinn er auglýstur til leigu á vefsíðunni AirBnb og býður upp á það allra helsta. Hann er smekklega innréttaður, með heitum potti og hlýlegum húsmunum. 

Bústaðurinn er hluti af nokkrum eins húsum sem heita Svartaborg Luxury Houses. Útsýnið er ómótstæðilegt og er mikið lagt í þægindi og útlit. Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja komast í burtu frá áreitinu og vera alveg út af fyrir sig.

Eldhúsið er guðdómlegt.
Eldhúsið er guðdómlegt. Skjáskot/Airbnb
Heimilislegt við matarborðið.
Heimilislegt við matarborðið. Skjáskot/Airbnb
Þarna hefur tekist vel til að skapa afslappaða stemningu.
Þarna hefur tekist vel til að skapa afslappaða stemningu. Skjáskot/Airbnb
Stílhreint baðherbergi.
Stílhreint baðherbergi. Skjáskot/Airbnb
Heitapotturinn getur verið það mikilvægasta af öllu í fríinu.
Heitapotturinn getur verið það mikilvægasta af öllu í fríinu. Skjáskot/Airbnb
Dásamlegt umhverfi.
Dásamlegt umhverfi. Skjáskot/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert