Á Siglufirði á Norðurlandi er stórt og nýuppgert hús sem getur tekið þrjátíu og fimm manns í gistingu. Húsið er vinsælt á meðal vinahópa og stórra fjölskyldna sem vilja komast í burtu og er til leigu á vefsíðu hússins.
Húsið Hóll býður upp á fullbúið eldhús, saunu, setlaug fyrir fleiri en tuttugu manns, billiard-borð, ping pong-borð, bjórdælu, píluspjald og margt fleira til að búa til ógleymanlegar minningar. Húsið er einnig huggulega innréttað í heimilislegum stíl.
Aðalhúsið tekur tuttugu og sjö manns í gistingu en einnig er aukaíbúð á staðnum sem rúmar átta manns.