Hvað má alls ekki gera í Japan?

Það er um að gera að kynna sér hvernig eigi …
Það er um að gera að kynna sér hvernig eigi að haga sér þegar farið er til Japan. Erik Eastman/Unsplash

Árið 2024 var sett upp risastórt götuskilti í rólega bænum Fujikawaguchiko í Yamanashi-héraði í Japan. Markmiðið var að hindra útsýni til Fuji-fjallsins handan þaks verslunarinnar Lawson. Ástæðan var fjöldi ferðamanna sem gerði tilraun til að fanga mikilfenglegt útsýnið og olli sá fjöldi mikilli truflun í umhverfinu, henti frá sér rusli og lagði ólöglega. 

Þrátt fyrir uppsetningu skjásins hélt ringulreiðin áfram. Stungin voru göt á auglýsingaskiltið til að koma fyrir myndavélum og óorðum hreytt í öryggisverði við skiltið.

Slæm hegðun er ekki endilega rót misskilnings og leiðinda á stöðum eins og Japan. Tungumálahindranir og menningarmunur spila þar stóran sess. Ferðavefurinn Lonely Planet hefur tekið saman punkta fyrir ferðamenn svo þeir móðgi ekki heimamenn og nýti dvölina sem best.

Það má ekki reykja á almannafæri í Japan.
Það má ekki reykja á almannafæri í Japan. Reza Mehrad/Unsplash
Ekki gera ráð fyrir að þú sért að panta grænmetisrétt …
Ekki gera ráð fyrir að þú sért að panta grænmetisrétt af matseðli því oft innihalda réttirnir kjöt eða fisk þrátt fyrir að það sé ekki tekið fram. Thomas Marban/Unsplash

Í japönskum borgum má ekki ...

  • Hindra umferð til að taka myndir.
  • Vera með áfenga drykki á almannafæri.
  • Henda rusli á götur. Við því er sekt.
  • Taka myndir í lestum þar sem farþegar eða starfsmenn eru í bakgrunni.
  • Ganga yfir járnbrautarteina þar sem ekki eru gatnamót. Margir hafa látist þannig.
  • Tala hátt í síma í lest eða hringja, nema í neyðartilfellum.
  • Hósta eða hnerra án grímu.
  • Smygla sér inn í röð.
  • Gleyma reiðufé en í Japan er einungis tekið við reiðufé á fjölda staða.
  • Borða gangandi.
  • Reykja á almannafæri. Við því eru sektir.
  • Leita að rusli, það fyrirfinnst ekki. Geymdu ruslið á þér þar til komið er á hótelið.
  • Gera ráð fyrir grænmetisrétti þrátt fyrir að kjöt eða fiskur sé ekki tekið fram á matseðli.
  • Þerra munn eða andlit með oshibori-þurrku, hún er einungis fyrir hendurnar.
  • Gera ráð fyrir að allir baðstaðir leyfi húðflúr.
  • Gefa þjórfé þegar því er neitað.
Margir veitingastaða í Japan taka einungis við reiðufé.
Margir veitingastaða í Japan taka einungis við reiðufé. Yoav Aziz/Unsplash

Lonely Planet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert