Pínulítið hús í Dýrafirði til leigu

Sumir telja Dýrafjörð vera fallegasta stað landsins.
Sumir telja Dýrafjörð vera fallegasta stað landsins.

Það kemur oft fyrir á lífsleiðinni að fólk þurfi að komast burt og hreinsa hugann í allt öðru umhverfi. Það er kjörið að gera það í þessum litla bústað í Dýrafirði á Vestfjörðum sem auglýstur er til leigu á vefsíðunni AirBnb.

Umhverfið er fallegt og friðsælt en húsið er staðsett í Brekkudal í Dýrafirði. Gestir vakna við náttúruhljóð og geta slakað á og horft á sólsetrið í lok dags. Á haustin er hægt að horfa á tunglið og norðurljósin án allrar ljósmengunar frá öðrum húsum.

Aðeins tveir gestir geta sofið í bústaðnum. Í húsinu er einnig eitt baðherbergi, smátt borðstofuborð og eldhús. Veggirnir í aðalrýminu eru málaðir í fagurgrænum lit.

Hlýlegt og rómantískt.
Hlýlegt og rómantískt.
Pínulítið eldhús í pínulitlu húsi.
Pínulítið eldhús í pínulitlu húsi.
Húsið er málað í fallegum grænum lit.
Húsið er málað í fallegum grænum lit.
Hver vill ekki njóta náttúrunnar í Dýrafirði án alls áreitis?
Hver vill ekki njóta náttúrunnar í Dýrafirði án alls áreitis? Skjáskot/AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert