Í hlýlegum bústað á Suðurlandi, rétt við Þorlákshöfn, er hlýlegur bústaður til leigu. Hann er auglýstur á vefsíðunni AirBnb. Í bústaðnum má finna hengirúm til að njóta útsýnisins, gítar og allt til alls til að verja nokkrum góðum dögum.
Þrír gestir geta sofið í bústaðnum en þar er eitt tvíbreitt rúm og annað einbreitt. Eldhúsið er hlýlegt með viðarborðplötu og svartri innréttingu og út um stofugluggann er aðeins íslensk náttúra til að njóta.