„Hvað er sjö mánaða heimsreisa mín að kosta mig?“

Elínborg Una Einarsdóttir lagði af stað í heimsreisu síðasta haust.
Elínborg Una Einarsdóttir lagði af stað í heimsreisu síðasta haust. Samsett mynd

El­ín­borg Una Ein­ars­dótt­ir, sviðshöf­und­ur og blaðamaður, hef­ur verið á helj­ar­inn­ar ferðalagi um heim­inn síðasta hálfa árið og gefið skemmti­lega inn­sýn í æv­in­týri sín á sam­fé­lags­miðlum, aðallega á TikT­ok og In­sta­gram.

Í gær­dag deildi hún mynd­skeiði á TikT­ok, sem vakti mikla at­hygli net­verja, en í því svaraði hún spurn­ingu spurn­ing­anna:

Hvað er sjö mánaða heims­reisa mín að kosta mig?

„Þetta er alls ekki ódýr­asta heims­reisa í heimi“

Í mynd­skeiðinu seg­ir El­ín­borg Una stutt­lega frá ferðalagi sínu, þeim stöðum sem hún hef­ur heim­sótt, en meðal viðkomu­staða eru Ind­land, Malasía, Víet­nam, Taí­land, Ástr­al­ía og Jap­an, og í hvað pen­ing­arn­ir henn­ar hafa farið.

„Þetta er alls ekki ódýr­asta heims­reisa í heimi,” seg­ir El­ín­borg og viður­kenn­ir að hafa leyft sér að njóta alls þess besta sem lífið býður upp á hverj­um áfangastað síðustu mánuði.

„Ég er að fara mjög víða, ég er lengi að ferðast og ég er búin að leyfa mér mikið, hef verið að versla eitt­hvað og búin að vera að borða mat­inn sem mig lang­ar til að borða og fara í all­ar upp­lif­an­irn­ar sem mig lang­ar að fara í,” seg­ir hún.

Líka dug­leg að spara

Þrátt fyr­ir um­fang ferðalags­ins hef­ur El­ín­borg reynt að ferðast um á sem ódýr­ast­an máta.

„Ég er líka búin að vera að spara, tek alltaf bara ódýr­ustu flug­in, sama þó þetta séu þrjú tengiflug og það taki mig sól­ar­hring að fara, ég fer alltaf í næt­ur­rút­ur þegar ég get til að spara gist­ingu og svo fram­veg­is, þannig að þetta er alls ekki ódýr­asta heims­reisa sem hægt er að fara í en held­ur ekki dýr­asta,” seg­ir hún.

El­ín­borg end­ar svo mynd­skeiðið á því að svara spurn­ingu spurn­ing­anna.

„Ég er að gera ráð fyr­ir því að fyr­ir þessa sjö mánuði, allt meðtalið, sé ég, þegar allt kem­ur til alls, að eyða um það bil 2,2 til 2,3 millj­ón­um.

Það tók mig ár að safna fyr­ir þessu, ég er mjög ánægð að vera að eyða pen­ingn­um mín­um í þetta, al­gjör­lega rétt ákvörðun á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir hún afar sátt í lok­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert