Það jafnast fátt á við kirsuberjablómatímabilið í Japan. Kirsuberjatrén eru þekkt sem sakura en það sem gerir upplifunina enn meira spennandi er ást Japana á árstíðinni. Athöfnin við að njóta kirsuberjablómanna kallast hanami.
Vorin eru jafnframt annasamasta ferðamannatímabilið í Japan, en flestir flykkjast til höfuðborgarinnar Tókýó eða Kyoto og missa því af einum besta staðnum til að skoða kirsuberjablómin: Yoshino-fjall.
Átta kílómetra fjallshryggurinn er þakinn um 30.000 kirsuberjatrjám. Talið er að elsta þeirra hafi verið gróðursett fyrir meira en 1.300 árum síðan. Blómin á kirsuberjatrjánum byrja yfirleitt að springa út í lok mars eða byrjun apríl og ná fullum blóma í byrjun apríl og fram undir miðjan mánuð.
Hlíðinni á Yoshino-fjalli er skipti í fjóra hluta: Shimo Senbon við rót fjallsins, Naka Senbon í miðjunni, Kami Senbon efst á fjallinu og Oku Senbon í „innri“ hluta fjallsins.
Á fjallinu er ekki einungis hægt að njóta kirsuberjatrjánna heldur er þar að finna helgidóma og hof meðfram fjölda gönguleiða og hanami-garða.