Ekki missa af þessu í Japan

Mount Yoshino eða Yoshino-fjall er ægifagurt og þakið kirsuberjatrjám.
Mount Yoshino eða Yoshino-fjall er ægifagurt og þakið kirsuberjatrjám. QUENTIN Mahe/Unsplash

Það jafnast fátt á við kirsuberjablómatímabilið í Japan. Kirsuberjatrén eru þekkt sem sakura en það sem gerir upplifunina enn meira spennandi er ást Japana á árstíðinni. Athöfnin við að njóta kirsuberjablómanna kallast hanami.

Vorin eru jafnframt annasamasta ferðamannatímabilið í Japan, en flestir flykkjast til höfuðborgarinnar Tókýó eða Kyoto og missa því af einum besta staðnum til að skoða kirsuberjablómin: Yoshino-fjall.

Besti tíminn til að skoða blómstrandi kirsuberjatrén er um mánðamót …
Besti tíminn til að skoða blómstrandi kirsuberjatrén er um mánðamót mars og apríl, en það hvenær blómin springa út fer aðeins eftir veðurfari og getur verið mismunandi eftir neðri eða efri hluta fjallsins. Adriana Prudencio/Unsplash

Átta kílómetra fjallshryggurinn er þakinn um 30.000 kirsuberjatrjám. Talið er að elsta þeirra hafi verið gróðursett fyrir meira en 1.300 árum síðan. Blómin á kirsuberjatrjánum byrja yfirleitt að springa út í lok mars eða byrjun apríl og ná fullum blóma í byrjun apríl og fram undir miðjan mánuð. 

Hlíðinni á Yoshino-fjalli er skipti í fjóra hluta: Shimo Senbon við rót fjallsins, Naka Senbon í miðjunni, Kami Senbon efst á fjallinu og Oku Senbon í „innri“ hluta fjallsins. 

Á fjallinu er ekki einungis hægt að njóta kirsuberjatrjánna heldur er þar að finna helgidóma og hof meðfram fjölda gönguleiða og hanami-garða.

Fjöldi gönguleiða er að finna í hlíðum fjallsins.
Fjöldi gönguleiða er að finna í hlíðum fjallsins. Samuel Berner/Unsplash

Travel and Leisure 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert