Við Meðalfellsvatn á Suðurlandi í aðeins þrjátíu og fimm mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík er stórglæsilegt hús til sölu. Húsið er stórglæsilegt, mikið hefur verið lagt í alla hönnun, innan- og utanhúss og er það auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb.
Húsið rúmar stóra fjölskyldu eða átta gesti í fjórum herbergjum. Tvö baðherbergi eru í húsinu. Eldhúsið er heimilislegt, með stórri eyju og SMEG-eldavél og ísskáp. Stíll hússins að innan er afslappaður og þarna ætti öllum að líða vel.
Úr húsinu er óhindrað útsýni yfir vatnið. Á veröndinni finnurðu heitan pott, saunu og útisturtu.