Lúxusvilla til leigu við Meðalfellsvatn

Stíllinn í húsinu er afslappaður og heimilislegur.
Stíllinn í húsinu er afslappaður og heimilislegur. Skjáskot/Airbnb

Við Meðal­fells­vatn á Suður­landi í aðeins þrjá­tíu og fimm mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Reykja­vík er stór­glæsi­legt hús til sölu. Húsið er stór­glæsi­legt, mikið hef­ur verið lagt í alla hönn­un, inn­an- og ut­an­húss og er það aug­lýst til leigu á vefsíðunni AirBnb.

Húsið rúm­ar stóra fjöl­skyldu eða átta gesti í fjór­um her­bergj­um. Tvö baðher­bergi eru í hús­inu. Eld­húsið er heim­il­is­legt, með stórri eyju og SMEG-elda­vél og ís­skáp. Stíll húss­ins að inn­an er af­slappaður og þarna ætti öll­um að líða vel.

Úr hús­inu er óhindrað út­sýni yfir vatnið. Á ver­önd­inni finn­urðu heit­an pott, saunu og útisturtu.

Allt litaval er upp á tíu.
Allt lita­val er upp á tíu. Skjá­skot/​Airbnb
Ólífugræn innrétting með marmaraplötu prýðir eyjuna.
Ólífug­ræn inn­rétt­ing með marm­ara­plötu prýðir eyj­una. Skjá­skot/​Airbnb
Húsið er steinsnar frá Reykjavík.
Húsið er steinsnar frá Reykja­vík. Skjá­skot/​Airbnb
Fögur smáatriði.
Fög­ur smá­atriði. Skjá­skot/​Airbnb
Góð upplifun á ganginum.
Góð upp­lif­un á gang­in­um. Skjá­skot/​Airbnb
Baðherbergin eru tvö og dásamlega falleg.
Baðher­berg­in eru tvö og dá­sam­lega fal­leg. Skjá­skot/​Airbnb
Útsýni yfir vatnið frá svefnherberginu.
Útsýni yfir vatnið frá svefn­her­berg­inu. Skjá­skot/​Airbnb
Það sofa allir vel í kringum þessa liti.
Það sofa all­ir vel í kring­um þessa liti. Skjá­skot/​Airbnb
Húsið hentar stórri fjölskyldu eða vinahóp.
Húsið hent­ar stórri fjöl­skyldu eða vina­hóp. Skjá­skot/​Airbnb
Húsið er svart að utan og hlýlegt að innan.
Húsið er svart að utan og hlý­legt að inn­an. Skjá­skot/​Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert