Tíu fæðutegundir sem á að forðast fyrir flug

Það er þess virði að ígrunda vel hvað látið er …
Það er þess virði að ígrunda vel hvað látið er ofan í sig fyrir flug. Samsett mynd/Timothy L Brock/Mockaroon/Thitiphum Koonjantuek

Að ýmsu er að huga áður en lagt er af stað í ferðalagið. Eitt af því sem gott er að hafa á bakvið eyrað er hvað fer ofan í maga rétt fyr­ir flug. Hér eru tíu mat­ar- og drykkjar­teg­und­ir tald­ar upp sem ber að forðast.

1. Kryddaður mat­ur

Heit­ur og sterk­ur mat­ur get­ur ert mag­ann og valdið melt­ing­ar­trufl­un­um eða brjóstsviða, sér­stak­lega í litlu rými.

2. Baun­ir og linsu­baun­ir

Forðist vand­ræðaleg augna­blik í flugi. Baun­ir og linsu­baun­ir geta or­sakað loft­mynd­un og sér­stak­lega þegar loftþrýst­ing­ur breyt­ist.

Tij­ana Drnd­arski/​Unsplash

3. Kol­sýrðir drykk­ir

Haldið ykk­ur frek­ar við vatn og djús. Kol­sýrðir drykk­ir geta, líkt og baun­irn­ar, valdið uppþembu.

4. Mjólk­ur­vör­ur

Á sér­stak­lega við um þá sem viðkvæm­ir eru fyr­ir laktós­um en til að forðast óþæg­indi í maga og slæma melt­ingu í flug­inu er betra að sleppa þeim.

Bri­an Sum­an/​Unsplash

5. Djúp­steikt­ur mat­ur

Nei, nei, og aft­ur nei. Djúp­steikt­ur mat­ur er þung­ur í maga hvort sem ferðast er eður ei. Blanda salts og fitu get­ur valdið uppþembu og það tek­ur lík­amann lengri tíma að melta slík­an mat.

6. Áfengi

Áfengi er freist­andi í flugi en það get­ur einnig valdið þorn­un, sér­stak­lega í þurru loft­inu í farþega­rým­inu. Að auki veld­ur það svefntrufl­un­um. Mælt er með vatni og tei í staðinn.

7. Koff­ín­mikl­ir drykk­ir

Þrátt fyr­ir orku­skotið sem koff­índrykk­ir veita fólki geta þeir einnig valdið tauga­veiklun og ofþorn­un. Sam­bland af koff­íni og mik­illi hæð get­ur valdið munnþurrki og höfuðverk. Hvað með jurta­te í staðinn?

N. K./​Unsplash

8. Sítrusávext­ir

App­el­sín­ur, blóðapp­el­sín­ur og sítr­ón­ur fara ekki vel með þurru lofti farþega­rým­is­ins og geta aukið lík­ur á brjóstsviða og bak­flæði. Veljið mild­ari ávexti!

9. Rusl­fæði og sæl­gæti

Snakk og sæl­gæti ætti að forðast í flugi. Slíkt rusl veld­ur uppþembu, ger­ir fólk sljótt og fær blóðsyk­ur­inn til að hrapa stuttu síðar sem get­ur valdið meiri van­líðan.

10. Unn­ar kjötvör­ur

Mat­ur sem er stút­full­ur af natrí­um og rot­varn­ar­efn­um og get­ur leitt til uppþembu, ofþorn­un­ar og óþæg­inda. Við loftþrýst­ing­inn geta óþæg­ind­in magn­ast upp. Veljið eitt­hvað ferskt í staðinn.

Has­mik Ghaz­ary­an Ol­son/​Unsplash

India Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert