Að ýmsu er að huga áður en lagt er af stað í ferðalagið. Eitt af því sem gott er að hafa á bakvið eyrað er hvað fer ofan í maga rétt fyrir flug. Hér eru tíu matar- og drykkjartegundir taldar upp sem ber að forðast.
Heitur og sterkur matur getur ert magann og valdið meltingartruflunum eða brjóstsviða, sérstaklega í litlu rými.
Forðist vandræðaleg augnablik í flugi. Baunir og linsubaunir geta orsakað loftmyndun og sérstaklega þegar loftþrýstingur breytist.
Haldið ykkur frekar við vatn og djús. Kolsýrðir drykkir geta, líkt og baunirnar, valdið uppþembu.
Á sérstaklega við um þá sem viðkvæmir eru fyrir laktósum en til að forðast óþægindi í maga og slæma meltingu í fluginu er betra að sleppa þeim.
Nei, nei, og aftur nei. Djúpsteiktur matur er þungur í maga hvort sem ferðast er eður ei. Blanda salts og fitu getur valdið uppþembu og það tekur líkamann lengri tíma að melta slíkan mat.
Áfengi er freistandi í flugi en það getur einnig valdið þornun, sérstaklega í þurru loftinu í farþegarýminu. Að auki veldur það svefntruflunum. Mælt er með vatni og tei í staðinn.
Þrátt fyrir orkuskotið sem koffíndrykkir veita fólki geta þeir einnig valdið taugaveiklun og ofþornun. Sambland af koffíni og mikilli hæð getur valdið munnþurrki og höfuðverk. Hvað með jurtate í staðinn?
Appelsínur, blóðappelsínur og sítrónur fara ekki vel með þurru lofti farþegarýmisins og geta aukið líkur á brjóstsviða og bakflæði. Veljið mildari ávexti!
Snakk og sælgæti ætti að forðast í flugi. Slíkt rusl veldur uppþembu, gerir fólk sljótt og fær blóðsykurinn til að hrapa stuttu síðar sem getur valdið meiri vanlíðan.
Matur sem er stútfullur af natríum og rotvarnarefnum og getur leitt til uppþembu, ofþornunar og óþæginda. Við loftþrýstinginn geta óþægindin magnast upp. Veljið eitthvað ferskt í staðinn.