Hvaða manneskjur vilja moskítóflugur?

Því hefur lengi verið haldið fram að inntaka B-vítamíns geri …
Því hefur lengi verið haldið fram að inntaka B-vítamíns geri fólk ósýnilegt gagnvart þessum litlu svífandi vampírum. Syed Ali/Unsplash

Ímyndaðu þér að vera staddur í sólarparadís, þú situr með vinunum við drykk í ljósaskiptunum en skyndilega fyllist loftið af moskítóflugum og þú byrjar að veifa höndunum eins og vindmylla til að bægja frá flugunum.

Því hefur lengi verið haldið fram að inntaka B-vítamíns geri fólk ósýnilegt gagnvart þessum litlu svífandi vampírum. Því meira sem neytt er af vítamíninu því ógirnilegra verði fólk í augum flugnanna. Raunverulegar rannsóknir styðja hins vegar ekki þessar fullyrðingar samkvæmt grein á vef bandaríska heilsu- og vísindaráðsins.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) eru smitsjúkdómar sem berast manna á milli …
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) eru smitsjúkdómar sem berast manna á milli með skordýrum 17% af öllum smitsjúkdómum og valda yfir 700.000 dánartilfellum árlega. Vladislav Balakshii/Unsplash

17% allra smitsjúkdóma

Nú þegar Íslendingar huga að sumarfríum og ferðalögum erlendis er áhugavert að reyna að skilja hegðun þessa litla skordýraóvins.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru smitsjúkdómar sem berast manna á milli með skordýrum 17% af öllum smitsjúkdómum og valda yfir 700.000 dánartilfellum árlega. 

Moskítóflugur eru með sex nálar, líkt og fram kemur í The Mosquito: A Human History of Our Deadliest Predator, eftir Timothy G. Winegard. Tvær nálanna virka eins og rafmagnshnífar sem skera húðina, aðrar tvær búa til leið fyrir sogandi hlutann (fimmtu nálina) sem dregur út þrjú til fimm milligrömm af blóði og sú sjötta sprautar munnvatni inn í húð sem kemur í veg fyrir blóðstorknun og veldur bólgu- og ofnæmisviðbrögðum.

Moskítóflugur nota raka, hita, sjón- og lyktaráreiti til að finna …
Moskítóflugur nota raka, hita, sjón- og lyktaráreiti til að finna „fæðu“ (þ.e. réttu manneskjuna). Jazeel Jaz/Unsplash

Hvað kjósa flugurnar?

Höfundar The Fantastic World of Mosquitos taka fram að mismunandi tegundir moskítóflugna bregðist mismunandi við „áreiti“. Hins vegar eru nokkur atriði sem eru algengt aðdráttarafl fyrir flugurnar. 

  • Ef þú losar meira af koltvísýringi (CO2), líkt og við mikla hreyfingu.
  • Við notkun blóma- eða ávaxtailmefna.
  • Hærri líkamshiti, en flugurnar sækjast í þá líkamshluta sem framleiða meiri hita.
  • Raki, þær elska svita.
  • Dökk föt, en þau halda hita að líkamanum og eru góður felustaður fyrir flugurnar.

Þetta útskýrir hins vegar ekki að fullu af hverju sumir eru bitnir meira en aðrir. Í yfirlitsgrein sem birt var í Current Research in Parasitology & Vector-Borne Diseases, þar sem höfundarnir leggja áherslu á mannsæknar moskítóflugur, kemur fram að þær noti raka, hita, sjón- og lyktaráreiti til að finna „fæðu“ (þ.e. réttu manneskjuna).

Í sambandi manna og moskítóflugna hjálpa ákveðnar efnategundir (aseton og ammóníak) og efnaskipti (koltvísýringur og mjólkursýra) moskítóflugum að greina menn frá öðrum dýrum. Þrátt fyrir að efnaskiptin eigi sér stað hjá öllum losar fólk mismikið af þeim í gegnum húðina og þar geta t.d. líkamsmassi og öndunarvirkni spilað stórt hlutverk.

American Council On Science And Health

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert