Hvaða manneskjur vilja moskítóflugur?

Því hefur lengi verið haldið fram að inntaka B-vítamíns geri …
Því hefur lengi verið haldið fram að inntaka B-vítamíns geri fólk ósýnilegt gagnvart þessum litlu svífandi vampírum. Syed Ali/Unsplash

Ímyndaðu þér að vera stadd­ur í sólarp­ara­dís, þú sit­ur með vin­un­um við drykk í ljósa­skipt­un­um en skyndi­lega fyll­ist loftið af moskítóflug­um og þú byrj­ar að veifa hönd­un­um eins og vind­mylla til að bægja frá flug­un­um.

Því hef­ur lengi verið haldið fram að inn­taka B-víta­míns geri fólk ósýni­legt gagn­vart þess­um litlu svíf­andi vampír­um. Því meira sem neytt er af víta­mín­inu því ógirni­legra verði fólk í aug­um flugn­anna. Raun­veru­leg­ar rann­sókn­ir styðja hins veg­ar ekki þess­ar full­yrðing­ar sam­kvæmt grein á vef banda­ríska heilsu- og vís­indaráðsins.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) eru smitsjúkdómar sem berast manna á milli …
Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðis­stofn­unni (WHO) eru smit­sjúk­dóm­ar sem ber­ast manna á milli með skor­dýr­um 17% af öll­um smit­sjúk­dóm­um og valda yfir 700.000 dán­ar­til­fell­um ár­lega. Vla­dislav Balaks­hii/​Unsplash

17% allra smit­sjúk­dóma

Nú þegar Íslend­ing­ar huga að sum­ar­frí­um og ferðalög­um er­lend­is er áhuga­vert að reyna að skilja hegðun þessa litla skor­dýra­óvins.

Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­inni (WHO) eru smit­sjúk­dóm­ar sem ber­ast manna á milli með skor­dýr­um 17% af öll­um smit­sjúk­dóm­um og valda yfir 700.000 dán­ar­til­fell­um ár­lega. 

Moskítóflug­ur eru með sex nál­ar, líkt og fram kem­ur í The Mosquito: A Hum­an History of Our Dea­dliest Predator, eft­ir Timot­hy G. Winegard. Tvær nál­anna virka eins og raf­magns­hníf­ar sem skera húðina, aðrar tvær búa til leið fyr­ir sog­andi hlut­ann (fimmtu nál­ina) sem dreg­ur út þrjú til fimm milli­grömm af blóði og sú sjötta spraut­ar munn­vatni inn í húð sem kem­ur í veg fyr­ir blóðstorkn­un og veld­ur bólgu- og of­næmisviðbrögðum.

Moskítóflugur nota raka, hita, sjón- og lyktaráreiti til að finna …
Moskítóflug­ur nota raka, hita, sjón- og lykt­ar­áreiti til að finna „fæðu“ (þ.e. réttu mann­eskj­una). Jazeel Jaz/​Unsplash

Hvað kjósa flug­urn­ar?

Höf­und­ar The Fant­astic World of Mosquitos taka fram að mis­mun­andi teg­und­ir moskítóflugna bregðist mis­mun­andi við „áreiti“. Hins veg­ar eru nokk­ur atriði sem eru al­gengt aðdrátt­ar­afl fyr­ir flug­urn­ar. 

  • Ef þú los­ar meira af kolt­ví­sýr­ingi (CO2), líkt og við mikla hreyf­ingu.
  • Við notk­un blóma- eða ávaxtail­m­efna.
  • Hærri lík­ams­hiti, en flug­urn­ar sækj­ast í þá lík­ams­hluta sem fram­leiða meiri hita.
  • Raki, þær elska svita.
  • Dökk föt, en þau halda hita að lík­am­an­um og eru góður felu­staður fyr­ir flug­urn­ar.

Þetta út­skýr­ir hins veg­ar ekki að fullu af hverju sum­ir eru bitn­ir meira en aðrir. Í yf­ir­lits­grein sem birt var í Cur­rent Rese­arch in Paras­itology & Vector-Borne Diseases, þar sem höf­und­arn­ir leggja áherslu á mann­sækn­ar moskítóflug­ur, kem­ur fram að þær noti raka, hita, sjón- og lykt­ar­áreiti til að finna „fæðu“ (þ.e. réttu mann­eskj­una).

Í sam­bandi manna og moskítóflugna hjálpa ákveðnar efna­teg­und­ir (aset­on og amm­óní­ak) og efna­skipti (kolt­ví­sýr­ing­ur og mjólk­ur­sýra) moskítóflug­um að greina menn frá öðrum dýr­um. Þrátt fyr­ir að efna­skipt­in eigi sér stað hjá öll­um los­ar fólk mis­mikið af þeim í gegn­um húðina og þar geta t.d. lík­ams­massi og önd­un­ar­virkni spilað stórt hlut­verk.

American Council On Science And Health

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert