Sjónvarpslaus bústaður til leigu í Mosfellsbæ

Bústaðurinn er einstaklega smekklega innréttaður með ljósum litum.
Bústaðurinn er einstaklega smekklega innréttaður með ljósum litum. Skjáskot/AirBnb

Í Mos­fells­bæ er gríðarlega smekk­leg­ur bú­staður til leigu fyr­ir þá sem þurfa ró sem er þó ekki langt í burtu. Bú­staður­inn er glæ­nýr, um­hverfið fal­legt og allt til alls. Það vek­ur at­hygli að ekk­ert sjón­varp er í bú­staðnum svo gest­ir losna við þess kon­ar áreiti. 

Bú­staður­inn er inn­réttaður á smekk­leg­an hátt með mik­inn lúx­us í huga. Í gegn­um þak­glugg­ana get­urðu horft á stjörn­urn­ar eða norður­ljós­in þegar þau láta sjá sig. Eig­end­ur húss­ins kalla það Gler­húsið og er það aug­lýst til leigu á vefsíðunni AirBnb.

Húsið rúm­ar fjóra gesti en aðeins eitt svefn­her­bergi er í hús­inu. Á ver­önd­inni er heit­ur pott­ur og sauna til staðar. 

Þakgluggar í stofunni sem leyfa manni að horfa á norðurljósin …
Þak­glugg­ar í stof­unni sem leyfa manni að horfa á norður­ljós­in og stjörn­urn­ar. Skjá­skot/​AirBnb
Ljósir litir eru einnig ríkjandi á baðherberginu.
Ljós­ir lit­ir eru einnig ríkj­andi á baðher­berg­inu. Skjá­skot/​AirBnb
Frístandandi baðkar.
Frístand­andi baðkar. Skjá­skot/​AirBnb
Þeir sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að fara …
Þeir sem eru bú­sett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu þurfa ekki að fara langt. Skjá­skot/​AirBnb
Úti má finna heitan pott og saunu.
Úti má finna heit­an pott og saunu. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert