Sjónvarpslaus bústaður til leigu í Mosfellsbæ

Bústaðurinn er einstaklega smekklega innréttaður með ljósum litum.
Bústaðurinn er einstaklega smekklega innréttaður með ljósum litum. Skjáskot/AirBnb

Í Mosfellsbæ er gríðarlega smekklegur bústaður til leigu fyrir þá sem þurfa ró sem er þó ekki langt í burtu. Bústaðurinn er glænýr, umhverfið fallegt og allt til alls. Það vekur athygli að ekkert sjónvarp er í bústaðnum svo gestir losna við þess konar áreiti. 

Bústaðurinn er innréttaður á smekklegan hátt með mikinn lúxus í huga. Í gegnum þakgluggana geturðu horft á stjörnurnar eða norðurljósin þegar þau láta sjá sig. Eigendur hússins kalla það Glerhúsið og er það auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb.

Húsið rúmar fjóra gesti en aðeins eitt svefnherbergi er í húsinu. Á veröndinni er heitur pottur og sauna til staðar. 

Þakgluggar í stofunni sem leyfa manni að horfa á norðurljósin …
Þakgluggar í stofunni sem leyfa manni að horfa á norðurljósin og stjörnurnar. Skjáskot/AirBnb
Ljósir litir eru einnig ríkjandi á baðherberginu.
Ljósir litir eru einnig ríkjandi á baðherberginu. Skjáskot/AirBnb
Frístandandi baðkar.
Frístandandi baðkar. Skjáskot/AirBnb
Þeir sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að fara …
Þeir sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að fara langt. Skjáskot/AirBnb
Úti má finna heitan pott og saunu.
Úti má finna heitan pott og saunu. Skjáskot/AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert