Bríet átti geggjaðan afmælisdag í París

Afmælisbarnið blés á kertin í rúminu.
Afmælisbarnið blés á kertin í rúminu. Samsett mynd

Vinkonur íslensku söngkonunnar Bríetar Ísisar Elfar komu henni skemmtilega á óvart í tilefni af 26 ára afmæli hennar, en söngkonan varð árinu eldri þann 22. mars síðastliðinn.

Bríet, sem er stödd í París, gaf fylgjendum sínum á Instagram skemmtilega innsýn í afmælisdaginn og sýndi meðal annars frá augnablikinu þegar vinkonur hennar sprengdu litríka konfettí-sprengju um leið og hún gekk inn í herbergið.

Af viðbrögðum Bríetar að dæma virðist þetta hafa hitt í mark hjá söngkonunni, en hún sést falla í gólfið af undrun.

„26 - bestu konur í heimi komu mér á óvart í París,“ skrifar Bríet við færsluna.

Ferðavefurinn sendir afmælisbarninu síðbúnar afmæliskveðjur!

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert