Bríet átti geggjaðan afmælisdag í París

Afmælisbarnið blés á kertin í rúminu.
Afmælisbarnið blés á kertin í rúminu. Samsett mynd

Vin­kon­ur ís­lensku söng­kon­unn­ar Bríet­ar Ísis­ar Elf­ar komu henni skemmti­lega á óvart í til­efni af 26 ára af­mæli henn­ar, en söng­kon­an varð ár­inu eldri þann 22. mars síðastliðinn.

Bríet, sem er stödd í Par­ís, gaf fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram skemmti­lega inn­sýn í af­mæl­is­dag­inn og sýndi meðal ann­ars frá augna­blik­inu þegar vin­kon­ur henn­ar sprengdu lit­ríka kon­fettí-sprengju um leið og hún gekk inn í her­bergið.

Af viðbrögðum Bríet­ar að dæma virðist þetta hafa hitt í mark hjá söng­kon­unni, en hún sést falla í gólfið af undr­un.

„26 - bestu kon­ur í heimi komu mér á óvart í Par­ís,“ skrif­ar Bríet við færsl­una.

Ferðavef­ur­inn send­ir af­mæl­is­barn­inu síðbún­ar af­mæliskveðjur!

View this post on In­sta­gram

A post shared by BRÍET (@brietelf­ar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert