Gáfu farþegum kynlífsleikföng um borð í skemmtiferðaskipi

Þeir sjá svolítið eftir því forsvarsmenn Virgin Voyages að hafa …
Þeir sjá svolítið eftir því forsvarsmenn Virgin Voyages að hafa troðið kynlífsleikföngum upp á farþega í fyrstu ferðum á vegum fyrirtækisins. Josiah Weiss/Unsplash

For­stjóri Virg­in Voya­ges, sem er í eigu Rich­ards Bran­sons, hef­ur viður­kennt að fyr­ir­tækið gerði nokk­ur mis­tök þegar það fór af stað 2014.

Skemmti­ferðaskipið, sem aðeins er ætlað full­orðnum, út­bjó hvern klefa með kyn­lífs­leik­fanga­kassa sem inni­hélt sleipi­efni, titr­ara og smokka, í jóm­frú­ar­ferð sinni. 

Þótt sigl­ing­in sé enn ætluð full­orðnum munu farþegar ekki leng­ur finna kyn­lífs­leik­föng í klef­an­um sín­um. 

Í viðtali við Tel­egraph sagði for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Nir­mal Sa­verimuttu, að hann yrði fyrst­ur til að viður­kenna téð mis­tök. Skemmtana­gildi skips­ins fór aðeins úr bönd­un­um þegar ákveðið var að setja kyn­lífs­leik­föng í klef­ana og þótt því hafi nú verið hætt þá munu ferðirn­ar engu að síður halda áfram að vera skemmti­leg­ar.

Í september bætist fjórða skipið við flota Virgin Voyages.
Í sept­em­ber bæt­ist fjórða skipið við flota Virg­in Voya­ges. Fern­ando Jor­ge/​Unsplash

Skemmt­un­in minnk­ar ekk­ert

„Gest­ir munu halda áfram að geta farið í jóga við sól­ar­upp­rás og verið í sund­laugarpartýi langt fram eft­ir nóttu.“

Sjálf­ur Bran­son mun hafa sagt í janú­ar að Virg­in Voya­ges er eins og þau hafði alltaf dreymt. Um borð er húðflúr­ari sem get­ur fest minn­ing­ar um sigl­ing­una á lík­ama fólks og stærsti klef­inn, Massi­ve Suite, er með sér­út­búnu tón­list­ar­her­bergi og heit­um potti á svöl­un­um.

Bran­son og Sa­verimuttu leggja áherslu á að eng­ar sér­stak­ar regl­ur ríki um klæðaburð á skip­inu og fólk geti notið aðstöðunn­ar og skemmt­un­ar­inn­ar í af­slöppuðu and­rúms­lofti.

Virg­in Voya­ges mun sjó­setja sitt fjórða skip í sept­em­ber, The Brilli­ant Lady, sem mun sigla til nokk­urra nýrra áfangastaða fyr­ir lín­una, þ.á.m New York, Los Ang­eles og Alaska.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert