Gáfu farþegum kynlífsleikföng um borð í skemmtiferðaskipi

Þeir sjá svolítið eftir því forsvarsmenn Virgin Voyages að hafa …
Þeir sjá svolítið eftir því forsvarsmenn Virgin Voyages að hafa troðið kynlífsleikföngum upp á farþega í fyrstu ferðum á vegum fyrirtækisins. Josiah Weiss/Unsplash

Forstjóri Virgin Voyages, sem er í eigu Richards Bransons, hefur viðurkennt að fyrirtækið gerði nokkur mistök þegar það fór af stað 2014.

Skemmtiferðaskipið, sem aðeins er ætlað fullorðnum, útbjó hvern klefa með kynlífsleikfangakassa sem innihélt sleipiefni, titrara og smokka, í jómfrúarferð sinni. 

Þótt siglingin sé enn ætluð fullorðnum munu farþegar ekki lengur finna kynlífsleikföng í klefanum sínum. 

Í viðtali við Telegraph sagði forstjóri fyrirtækisins, Nirmal Saverimuttu, að hann yrði fyrstur til að viðurkenna téð mistök. Skemmtanagildi skipsins fór aðeins úr böndunum þegar ákveðið var að setja kynlífsleikföng í klefana og þótt því hafi nú verið hætt þá munu ferðirnar engu að síður halda áfram að vera skemmtilegar.

Í september bætist fjórða skipið við flota Virgin Voyages.
Í september bætist fjórða skipið við flota Virgin Voyages. Fernando Jorge/Unsplash

Skemmtunin minnkar ekkert

„Gestir munu halda áfram að geta farið í jóga við sólarupprás og verið í sundlaugarpartýi langt fram eftir nóttu.“

Sjálfur Branson mun hafa sagt í janúar að Virgin Voyages er eins og þau hafði alltaf dreymt. Um borð er húðflúrari sem getur fest minningar um siglinguna á líkama fólks og stærsti klefinn, Massive Suite, er með sérútbúnu tónlistarherbergi og heitum potti á svölunum.

Branson og Saverimuttu leggja áherslu á að engar sérstakar reglur ríki um klæðaburð á skipinu og fólk geti notið aðstöðunnar og skemmtunarinnar í afslöppuðu andrúmslofti.

Virgin Voyages mun sjósetja sitt fjórða skip í september, The Brilliant Lady, sem mun sigla til nokkurra nýrra áfangastaða fyrir línuna, þ.á.m New York, Los Angeles og Alaska.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert