Ferðamönnum ber að lúta ströngum reglum á Balí

„Þær eiga að tryggja að ferðaþjónusta Balí haldist virðingarfull, sjálfbær …
„Þær eiga að tryggja að ferðaþjónusta Balí haldist virðingarfull, sjálfbær og í samræmi við staðbundin gildi,“ segir ríkisstjóri Balí, I Wayan Koster. Guillaume Marques/Unsplash

Kynnt hef­ur verið röð nýrra reglna fyr­ir ferðamenn á Balí í því skyni að stemma stigu við óviðeig­andi hegðun. Yf­ir­völd segja að strang­ari aðgerðir miði að því að vernda menn­ing­ar­lega og helga staði eyj­unn­ar.

Regl­urn­ar ná bæði yfir klæðnað og hegðun, þegar farið er inn í musteri og trú­ar­leg­ar bygg­ing­ar en í því felst t.d. að meina kon­um, sem hafa blæðing­ar, aðgang sum staðar. 

Nýjar reglur á Balí eiga að stemma stigu við óæskilegri …
Nýj­ar regl­ur á Balí eiga að stemma stigu við óæski­legri hegðun og klæðburði ferðamanna. Harry Kessell/​Unsplash

Varað hef­ur verið við því að brot á regl­un­um geti haft í för með sér laga­leg­ar af­leiðing­ar.

Nýju regl­urn­ar voru gefn­ar út af rík­is­stjóra Balí, I Way­an Koster, 24. mars. 

„Við höf­um áður gefið út svipaðar reglu­gerðir en eft­ir því sem hlut­irn­ir breyt­ast þurf­um við að aðlaga okk­ur. Þær eiga að tryggja að ferðaþjón­usta Balí hald­ist virðing­ar­full, sjálf­bær og í sam­ræmi við staðbund­in gildi.“

Umhverfið á Balí er draumi líkast.
Um­hverfið á Balí er draumi lík­ast. Al­exa West/​Unsplash

Hafa fengið nóg af at­ferli ferðamanna

Regl­urn­ar fela einnig í sér að fólk standi skil á greiðslum ferðamanna­gjalda.

Þá er ferðamönn­um gert að nota lög­gilta leiðsögu­menn og gist­ingu, fylgja um­ferðarlög­um og skipta gjald­eyri á viður­kennd­um stöðum.

Þess er kraf­ist að ferðamenn klæði sig smekk­lega og hegði sér af virðingu hvort sem er á trú­ar­leg­um stöðum, veit­inga­stöðum, í versl­un­ar­miðstöðvum eða á þjóðveg­um.

Gest­um er t.d. bannað að blóta og ber að sýna heima­mönn­um kurt­eisi og þá er einnig lagt bann við að deila hat­ursorðræðu eða röng­um upp­lýs­ing­um á sam­fé­lags­miðlum.

Einnota plast er með öllu bannað.

Umhverfissjónarmiðin eru í forgrunni og einnota plast er með öllu …
Um­hverf­is­sjón­ar­miðin eru í for­grunni og einnota plast er með öllu bannað. Sebastian Pena Lambarri/​Unsplash

Með klæðaburði eiga ferðamenn að virða siði og venj­ur heima­manna og klæða sig á viðeig­andi hátt þegar musteri, ferðamannastaðir og aðrir al­menn­ings­staðir eru heim­sótt­ir.

Ekki má klifra í heil­ög­um trjám eða á minn­is­vörðum, né taka mynd­ir sem sýna nekt á trú­ar­leg­um stöðum.

Regl­urn­ar eru inn­leidd­ar aðeins nokkr­um dög­um fyr­ir helgu hátíðar­inn­ar Nyepi eða Dags þagn­ar­inn­ar, 29. mars. Í heil­an sól­ar­hring rík­ir al­gjör þögn á eyj­unni þegar öll starf­semi stöðvast og fólk held­ur sig inn­an­dyra, þ.á.m ferðamenn, sem ber að taka þátt í þögn­inni.

„Balí er fal­leg, heil­ög eyja og við vænt­um þess að gest­ir sýni sömu virðingu og við sýn­um þeim,“ seg­ir Koster.

Stranglega bannað er að klifra í „heilögum“ trjám.
Strang­lega bannað er að klifra í „heil­ög­um“ trjám. Christoph­er Al­var­enga/​Unsplash

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert