„Hér snýst allt um trú og djúpsteiktan mat“

Júlía Dagbjört á útskriftardaginn.
Júlía Dagbjört á útskriftardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Júlía Dag­björt Styrm­is­dótt­ir, 23 ára göm­ul Reykja­vík­ur­mær, er bú­sett í Li­ving­st­on í Ala­bama þar sem hún stund­ar nám við The Uni­versity of West Ala­bama. Hún hélt út til Banda­ríkj­anna, nán­ar til­tekið Georgíu, í há­skóla­nám á fót­bolta­styrk árið 2021 og lík­ar lífið vel í Suður­ríkj­un­um.

Júlía Dag­björt sagði blaðamanni mbl.is frá því hvernig hún kynnt­ist stóru ást­inni á fyrstu önn sinni við Emm­anu­el Uni­versity og held­ur hér áfram og seg­ir aðeins frá líf­inu í Banda­ríkj­un­um, þá sér­stak­lega smá­bæn­um Li­ving­st­on, en þar búa ríf­lega þrjú þúsund manns.

„Þetta hef­ur verið mik­il upp­lif­un, það er að vera í skóla í Suður­ríkj­un­um og um­kringd­ur mjög trúuðu fólki, ég get lýst því sem bæði skemmti­legu og leiðin­legu. Það er mjög mikið menn­ing­ar­sjokk að búa í Suður­ríkj­un­um þar sem þessi fylki eru bara eins og önn­ur lönd inn­an Banda­ríkj­anna. Mat­ur­inn er öðru­vísi, trú­ar­brögðin eru ýkt­ari og ég hef einnig þurft að venj­ast hinum svo­kallaða „sout­hern“ hreim. Fólk seg­ir í al­vör­unni „hey y’all“, sem mér þykir alltaf jafn fyndið.

Ég sé samt ekki eft­ir neinu, ég datt auðvitað í lukkupott­inn þegar ég kynnt­ist kær­ast­an­um mín­um og svo hef ég eign­ast vini sem ég mun eiga rest­ina af líf­inu. Reynsl­an sem ég hef fengið er ómet­an­leg og fæst hvergi ann­ars staðar.”

Hvernig lýs­ir þú borg­inni?

„Litli bær­inn sem við búum í núna er mjög klass­ísk­ur, lít­ill ekta am­er­ísk­ur bær. Og ég er ekk­ert að ýkja með hvað bær­inn er lít­ill. Það er ein mat­vöru­versl­un, einn bar, eitt bíó, eitt apó­tek, o.s.frv. Skól­inn er það sem kall­ast „col­l­e­ge town“ og er bara til út af há­skól­an­um sem er í bæn­um. Ég al­veg elska að búa hérna. Það er ekk­ert að frétta og það er mjög mikið ör­yggi að vera í smá­bæ. Stund­um væri ég til í að vera í stærri borg sem er nær stærri versl­un­um, en þar væri ég ekki í eins mik­illi ró og næði og ör­yggi. Þegar við erum að kaupa í mat­inn þurf­um við oft­ast að keyra í 30 til 40 mín­út­ur í næstu borg þar sem við kom­umst í stærri mat­vöru­versl­an­ir, eins og Costco og Walmart. Það er dýrt að versla í litlu mat­vöru­versl­un­inni sem er í bæn­um.”

Lífið í Alabama er engu öðru líkt að sögn Júlíu.
Lífið í Ala­bama er engu öðru líkt að sögn Júlíu. Unsplash/​Dav­id Lund­gren

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart?

„Ég myndi segja að menn­ing­in sem er ríkj­andi í Suður­ríkj­un­um er það sem hef­ur komið mér og Kyle einna mest á óvart, en Kyle er fædd­ur og upp­al­inn í Baltimore þar sem lífs­hætt­ir fólks eru aðrir. Hér snýst allt um trú og djúp­steikt­an mat. Það er allt djúp­steikt hérna, það er ansi erfitt að finna veit­ingastað sem er ekki með djúp­steikt­an kjúk­ling og fransk­ar á mat­seðlin­um.

Trú­in er einnig mik­il­væg í dag­leg­um at­höfn­um og lífi fólks hér. Fólk gift­ir sig mjög ungt þar sem það trú­ir ekki á að búa sam­an eða stunda kyn­líf fyr­ir gift­ingu. Ég á tvær vin­kon­ur, báðar und­ir 25 ára, sem eru nú þegar gift­ar og með börn. Og þegar ég var nem­andi við Emm­anu­el Uni­versity, sem er mjög kristi­leg­ur skóli, þá voru reglu­lega haldn­ir fyr­ir­lestr­ar þar sem nem­end­ur voru skammaðir fyr­ir að drekka áfengi, vera með húðflúr og fleira sem flest­um þykir eðli­legt.

Þetta gerðist ein­um of oft og fyrsta skiptið sem ég lenti í þessu labbaði ég bara út úr saln­um og hringdi rak­leitt í mömmu grát­andi og sagði: „Hvaða rugl var ég að koma mér út í?“

En þetta er stór hluti af því af hverju það er skemmti­legt að búa hérna, þetta er al­gjört æv­in­týri, gjör­ólíkt því sem ég ólst upp við, og ég kem alltaf heim með fyndn­ar og skemmti­leg­ar sög­ur.”

Hvernig er skemmtana­lífið í borg­inni?

„Mjög óspenn­andi! Það er einn bar í bæn­um sem ég heim­sæki stund­um með vin­kon­um mín­um, en oft­ast hitt­umst við heima hjá ein­hverj­um til að fá okk­ur í glas og spjalla. Það eru borg­ir aðeins frá okk­ur sem eru með gott næt­ur­líf og nokkr­um sinn­um á önn ger­ir maður sér ferð þangað til að skemmta sér.

Það er líka lítið bíó í bæn­um þar sem all­ir úr há­skól­an­um fá að koma á eina sýn­ingu í viku ókeyp­is. Ég reyni að fara á all­ar mynd­irn­ar sem eru í boði með vin­kon­um mín­um. Ann­ars er frek­ar lítið að frétta í svona há­skóla­bæ, það fara mjög marg­ir á alla íþróttaviðburði skól­ans. Við erum með fót­bolta-, körfu­bolta-, blak-, hafna­bolta- og ruðnings­fót­boltalið.”

Júlía og Kyle fara reglulega á íþróttaleiki.
Júlía og Kyle fara reglu­lega á íþrótta­leiki. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig er drauma­dag­ur­inn þinn?

„Drauma­dag­ur­inn minn væri að fá að sofa út með Kyle, vakna og gera morg­un­mat sam­an. Síðan væri gam­an að keyra í næsta bæ til að versla í Tar­get og thrift-búðunum sem þar eru og fá sér svo eitt­hvað gott að borða. Punkt­ur­inn yfir i-ið væri svo að keyra heim, elda góðan kvöld­mat og kúra yfir bíó­mynd, að sjálf­sögðu með kis­una okk­ar, Sonny, hjá okk­ur.”

Áttu þér upp­á­halds kaffi­hús og eða veit­ingastað?

„Upp­á­haldsveit­ingastaður­inn minn er Chick-Fil-A. Það er kjúk­lingastaður sem er með besta kjúll­ann af öll­um hinum keðjun­um og býður upp á alls kon­ar annað gúm­melaði. Ég elska kjúk­linga­borg­ar­ana hjá þeim og vöfflu­fransk­arn­ar. Síðan er signature-sós­an þeirra svo góð að móðir mín og stjúp­faðir biðja mig alltaf um að koma með eina dollu heim eft­ir hverja önn.“

Sérðu þig flytja aft­ur til Íslands?

„Já, á end­an­um 100%.

Ég er mjög heimakær og sakna þess að búa á Íslandi. Ég sakna fjöl­skyld­unn­ar, vina og menn­ing­ar­inn­ar sem er heima. Ég sé mig ekki fyr­ir mér að kaupa hús­næði í Banda­ríkj­un­um og ala upp börn hérna. Þetta land er ekki fyr­ir mig og Kyle er meira að segja sam­mála. Hann er mjög hlynnt­ur því að flytja til Íslands einn dag­inn. Hann hef­ur heim­sótt Ísland fimm sinn­um og sér hvað það er gott að búa þar.

Jafn skemmti­legt og æv­in­týrið mitt hef­ur verið hérna í Banda­ríkj­un­um og mun halda áfram að vera næstu árin, þá veit ég innst inni að leið okk­ar Kyle ligg­ur til Íslands.“

Kyle hefur heimsótt Ísland fimm sinnum.
Kyle hef­ur heim­sótt Ísland fimm sinn­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert