„Ekki bíða eftir öðrum, það er frelsandi og þroskandi að fara einn”

Jóhanna Elísa gisti í tréhúsi sem var aðeins hægt að …
Jóhanna Elísa gisti í tréhúsi sem var aðeins hægt að nálgast með zip-line. Ljósmynd/Aðsend

Tón­list­ar- og leiðsögu­kon­an Jó­hanna Elísa Skúla­dótt­ir lagði af stað í leiðang­ur, eða rétt­ara sagt í helj­ar­inn­ar æv­in­týri, fyr­ir rétt rúm­um tveim­ur mánuðum síðan. Hún er á svo­kölluðu sóló-ferðalagi, það er ein­söm­ul á ferðalagi, um Suðaust­ur-Asíu og hef­ur elskað hverja ein­ustu mín­útu, enda er gríðarlega margt að sjá og upp­lifa í stærstu og fjöl­menn­ustu heims­álfu jarðar.

Jó­hanna Elísa er spreng­lærð í tónlist, en hún lauk námi frá Tón­list­ar­skóla F.Í.H. og Lista­há­skóla Íslands og starfaði um tíma sem tón­list­ar­kenn­ari. Hún lauk einnig námi frá Leiðsögu­skól­an­um og er lög­gild leiðsögu­kona.

„Ég ákvað að taka stökkið og hætti að starfa sem tón­list­ar­kenn­ari til að ger­ast sjálf­stætt starf­andi tón­list­ar- og leiðsögu­kona. Pæl­ing­in með því var að geta verið frjáls­ari með tím­ann til að sinna tónlist og ferðast eins og ég er að gera.

Ég vann mjög mikið á síðasta ári, sinnti leiðsögn og hélt tón­leika fyr­ir ferðamenn, sem gerði mér kleift að safna pen­ing til að fjár­magna ferðalagið.”

Jóhanna Elísa greip í míkrafóninn og tók lagið á einu …
Jó­hanna Elísa greip í míkra­fón­inn og tók lagið á einu gisti­heim­ili. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvenær kviknaði ferðaáhug­inn

„Ég hef alltaf, al­veg frá því að ég man eft­ir mér, haft óbilandi áhuga á ferðalög­um. Það er öll­um hollt að ferðast, enda upp­lif­ir maður mikið af nýj­um hlut­um og kynn­ist líf­inu og sjálf­um sér á nýj­an máta. Það er þrosk­andi og lær­dóms­rík lífs­reynsla að ferðast.

Ferðaáhug­inn kviknaði þegar ég var ung stelpa, fjöl­skyld­an mín var mjög dug­leg að ferðast, bæði inn­an­lands og utan, og svo hef ég ferðast tölu­vert um Ísland á full­orðins­ár­um, bæði vegna vinnu og áhuga.

Ég fór ekki, eins og sum­ir gera beint eft­ir mennta­skóla, í bak­poka­ferðalag, en flutti til Svíþjóðar í tón­list­ar­nám þegar ég var tví­tug, sem var ótrú­lega góð upp­lif­un og tók mig út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Svo tók lífið við, ég var í námi, vinnu og fór aldrei í bak­poka­ferðalagið sem mig hafði lengi dreymt um. En ég hef kom­ist að því að ég átti alltaf að fara í þessa ferð núna, ég er ótrú­lega glöð að hafa geymt þessa upp­lif­un þar til núna, enda þroskaðri og þakk­lát­ari.”

Jóhanna Elísa hefur kynnst fullt af fólki á ferðalagi sínu.
Jó­hanna Elísa hef­ur kynnst fullt af fólki á ferðalagi sínu. Ljós­mynd/​Aðsend

Manstu eft­ir fyrstu ut­an­lands­ferðinni?

„Úff, það er ansi langt síðan en ég man aðeins eft­ir henni, þó alls ekki mikið. Ég var þriggja ára göm­ul og ferðaðist ásamt fjöl­skyldu minni til Or­lando í Banda­ríkj­un­um. Ég man eft­ir önd sem var í ein­hverj­um vand­ræðum og stór­um poka af gúmmí­böngs­um, það eru helstu minn­ing­ar mín­ar úr þeirri ferð.”

Af hverju varð sóló-ferðalag fyr­ir val­inu?

„Svarið er ein­falt! Ég fann eng­an til koma með mér í þetta ferðalag, það er alls ekk­ert sjálf­gefið að ein­hver geti farið í burtu í þrjá til fjóra mánuði og ég dreif mig því bara ein og sé sko ekki eft­ir því.

Til að und­ir­búa mig þá horfði ég á slatta af mynd­bönd­um á Youtu­be og las mig líka til um það hvernig er að fara einn í bak­poka­ferðalag og komst fljótt að því að þetta er ótrú­lega al­gengt. Ég hef séð það bet­ur og bet­ur á ferðalag­inu, ég gisti á „hostel­um“ og lang­flest­ir sem ég hef hitt eru ein­mitt að ferðast ein­ir.

Ég dýrka þetta, að ferðast ein og stjórna öllu, en raun­in er sú að ég er aldrei ein, maður er um­kringd­ur fólki hvaðanæva að úr heim­in­um alla daga. Ég á auðvelt með að láta mér lynda vel við annað fólk, enda já­kvæð og opin, og hef verið hepp­in og eign­ast ótrú­lega marga nýja vini á þess­um mánuðum í Asíu. Ég kynnt­ist tveim­ur stúlk­um í Taílandi, önn­ur frá Þýskalandi og hin Taílandi, og við ferðuðumst sam­an um Laos í nokkr­ar vik­ur, en nú hafa leiðir okk­ar skilið og það er erfitt að segja bless en ég veit að það bíður mín nýr og spenn­andi kafli.

Þetta er ótrú­legt æv­in­týri og ég mæli mikið með þessu, ekki bíða eft­ir öðrum, það er frels­andi og þrosk­andi að fara einn.”

Jóhanna Elísa hefur séð og upplifað magnaða hluti.
Jó­hanna Elísa hef­ur séð og upp­lifað magnaða hluti. Ljós­mynd/​Aðsend

Varstu með ein­hverj­ar efa­semd­ir dag­ana fyr­ir brott­för?

„Nei, ég var ekki með nein­ar efa­semd­ir dag­ana fyr­ir brott­för, ég var meira og minna spennt og mjög til­bú­in í þetta ferðalag. Það var kannski ör­lít­ill titr­ing­ur í mag­an­um og ég viður­kenni al­veg að ég hugsaði með mér: „Hvað er ég eig­in­lega að fara út í? En er ég sem bet­ur fer æv­in­týra­gjörn og elska að upp­lifa nýja hluti og titr­ing­ur­inn var því ekk­ert annað en spenn­ing­ur.“

Hvenær lagðir þú af stað og hvað ætl­arðu að ferðast lengi?

„Ég lagði land und­ir fót í byrj­un janú­ar og upp­haf­lega ætlaði ég að vera á flandri í þrjá mánuði en ég verð lík­leg­ast aðeins leng­ur. Vinn­an mín byrj­ar meira og minna í maí og vegna þess hef ég aðeins meiri tíma til að njóta og skoða.

Ég keypti mér „one way ticket“ til Suðaust­ur-Asíu og gerði það af nokkr­um ástæðum. Ég hef aldrei farið í svona langt ferðalag og hugsaði því með mér að það væri sniðugt að hafa þetta svig­rúm til að geta bara bókað flug heim þegar mér hent­ar. Hin ástæðan er að með því að gera þetta svona þá er ég svo sveigj­an­leg og get því auðveld­lega bara bókað all­ar ferðir með nokk­urra daga fyr­ir­vara. Ef ég fíla staðinn get ég verið leng­ur og ef ég fíla ekki staðinn þá get ég haldið för­inni áfram.

Ég veit því ekki al­veg hvenær ég kem heim.”

Hversu ljúft?
Hversu ljúft? Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða áfangastaður hef­ur staðið upp úr hingað til og af hverju?

„Nú er ég búin að vera á Fil­ipps­eyj­um, Taílandi, Laos og Kambódíu. Mér leið ótrú­lega vel í Chiang Mai í Taílandi, borg­in er ótrú­lega fal­leg og skemmti­leg. Gamli bær­inn í borg­inni er sjarmer­andi og ró­leg­ur, þar er mjög auðvelt að njóta sín. Ég heim­sótti hof, eða há­skóla fyr­ir munka, og fór á fyr­ir­lest­ur hjá munki þar sem ég lærði um búdd­isma og fékk einnig kennslu í hug­leiðslu. Þetta var svo lær­dóms­ríkt og áhuga­vert og stend­ur klár­lega upp úr frá dvöl minni í Chiang Mai.

Ann­ar staður sem stend­ur upp úr er Laos, það er gríðarlega fal­leg nátt­úra í Laos. Luang Pra­bang er bær í Norður-Laos sem er virki­lega skemmti­leg­ur, en hann er und­ir frönsk­um áhrif­um. Arki­tekt­úr­inn í bæn­um minn­ir mjög mikið á fransk­an stíl en svo sér maður asísk áhrif inn á milli. Þetta er skemmti­leg blanda. Mér leið af­skap­lega vel þar.”

Jóhanna Elísa lærði um búddisma.
Jó­hanna Elísa lærði um búdd­isma. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur eitt­hvað komið þér á óvart?

„Já, tvennt. Það fyrsta er að ég var al­veg að bú­ast við því að upp­lifa ein­hverja daga þar sem ég væri lít­il í mér, með heimþrá og einmana, en það hef­ur bara ekki komið fyr­ir, alla vega ekki enn þá. Ef eitt­hvað er þá er ég að reyna að finna tíma til að vera ein, hér er maður um­kringd­ur fólki. Það hef­ur því komið mér mjög á óvart hvað ég er ekki einmana þrátt fyr­ir að vera að ferðast ein.

Svo er það annað, en 7-Eleven búðarkeðjan er úti um allt í Taílandi og á fleiri stöðum hér í Suðaust­ur-Asíu. Það er ákveðið „trend“ í gangi meðal bak­poka­ferðalanga en það er að fara í 7-Eleven á kvöld­in og fá sér súkkulaðiköku, þetta er besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað, það kom mér því skemmti­lega á óvart hvað ódýr búðarkeðjukaka get­ur verið góð.“

Jóhanna Elísa með búðarkeðjukökuna.
Jó­hanna Elísa með búðarkeðju­kök­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur þú lent í ein­hverju hættu­legu eða upp­lifað þið óör­ugga?

„Svarið er bara nei, ég hef upp­lifað mig mjög ör­ugga í Suðaust­ur-Asíu, þetta eru friðsæl lönd og fólkið er vin­gjarn­legt. Ég er skyn­söm og fer var­lega.“

Var eitt­hvað sér­stakt sem þú vild­ir sjá og upp­lifa?

„Stutta svarið er að mig langaði ein­fald­lega að upp­lifa aðra menn­ingu og kynn­ast nýju fólki. Það er hálfómögu­legt að skipu­leggja allt sem þú vilt sjá og upp­lifa á svona ferðalagi, ég er bara að ferðast og í raun ekki með nein­ar vænt­ing­ar sem ger­ir það að verk­um að allt sem ég hef og er að upp­lifa er óvænt og skemmti­legt.”

Hvað hef­ur ferðalagið gefið þér?

„Þetta er mjög stór og góð spurn­ing. Ferðalagið hef­ur gefið mér mjög margt. Til að mynda nýj­ar vinátt­ur, ég hef kynnst fólki hvaðanæva að úr heim­in­um. Þetta hef­ur sömu­leiðis þroskað mig og gefið mér aukna sýn á heim­inn, víkkað sjón­deild­ar­hring­inn og hjálpað mér að sjá heim­inn í nýju ljósi. Þetta hef­ur líka gefið mér meira sjálfs­traust, og svo má ekki gleyma þakk­læti. Ferðin hef­ur gefið mér meira þakk­læti, það er svo margt sem maður get­ur verið þakk­lát­ur fyr­ir. Ég er líka ánægð að hafa þorað að halda af stað ein út í hinn stóra heim, ég er rosa­lega ánægð með þessa ákvörðun og hlakka til áfram­halds­ins.”

Ferðalag Jóhönnu Elísu hefur verið eitt stórt ævintýri.
Ferðalag Jó­hönnu Elísu hef­ur verið eitt stórt æv­in­týri. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert