Af hverju sjáum við ekki stjörnurnar í flugi?

Stjarneðlisfræðingurinn Ethan Siegel fer yfir af hverju erfitt er að …
Stjarneðlisfræðingurinn Ethan Siegel fer yfir af hverju erfitt er að sjá til stjarnanna í flugi. Samsett mynd/Stéphan Valentin/guille pozzi

Einn helsti söku­dólg­ur­inn þegar kem­ur að því að eyðileggja út­sýnið til stjarn­anna, sem ann­ars væri hægt að njóta út um glugga flug­vél­ar­inn­ar, er lýs­ing­in í farþega­rým­inu að sögn stjar­neðlis­fræðings­ins Et­h­an Sieg­el. 

Vís­indamaður­inn seg­ir flug­menn missa af því besta sem him­in­inn hef­ur upp á að bjóða vegna gervi­ljós­anna í flug­vél­inni. 

Ljós­in mynda glampa á glugg­un­um sem ger­ir það næst­um ómögu­legt að sjá stjörnu­bjarta nótt­ina og er því líkt við þegar fólk er statt inn­an­dyra að næt­ur­lagi, með ljós­in kveikt, og hve erfitt er að sjá það sem er ut­an­dyra í myrkr­inu.

Ljósmengun frá borgum og bæjum geta líka truflað útsýni til …
Ljós­meng­un frá borg­um og bæj­um geta líka truflað út­sýni til stjarn­anna jafn­vel þótt hún sé þúsund­um fet­um neðar. Denys Nevozhai/​Unsplash

Sita fjarri vængn­um og slökkva ljós­in

Í færslu á Medi­um seg­ir Sieg­el: „Að jafnaði þarf að vera dekkra á þeim stað sem þú horf­ir frá en á þeim stað sem þú ert að horfa til, ann­ars er ekki hægt að sjá mikið.“

Ljós­meng­un frá bæj­um og borg­um, jafn­vel þótt hún sé þúsund­um fet­um neðar, get­ur haft áhrif á sýni­leika stjarn­anna. Þá virk­ar tunglið einnig sem nátt­úru­leg hindr­un þar sem tungl­birt­an hef­ur oft yf­ir­hönd­ina.

Ef ferðamenn vilja auka mögu­leik­ann á að sjá stjörn­urn­ar í flugi ættu þeir að velja glugga­sæti fjarri vængn­um á móti tungl­inu og slökkva ljós­in í farþega­rým­inu ef mögu­legt er.

Daily Mail Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert