Einn helsti sökudólgurinn þegar kemur að því að eyðileggja útsýnið til stjarnanna, sem annars væri hægt að njóta út um glugga flugvélarinnar, er lýsingin í farþegarýminu að sögn stjarneðlisfræðingsins Ethan Siegel.
Vísindamaðurinn segir flugmenn missa af því besta sem himininn hefur upp á að bjóða vegna gerviljósanna í flugvélinni.
Ljósin mynda glampa á gluggunum sem gerir það næstum ómögulegt að sjá stjörnubjarta nóttina og er því líkt við þegar fólk er statt innandyra að næturlagi, með ljósin kveikt, og hve erfitt er að sjá það sem er utandyra í myrkrinu.
Í færslu á Medium segir Siegel: „Að jafnaði þarf að vera dekkra á þeim stað sem þú horfir frá en á þeim stað sem þú ert að horfa til, annars er ekki hægt að sjá mikið.“
Ljósmengun frá bæjum og borgum, jafnvel þótt hún sé þúsundum fetum neðar, getur haft áhrif á sýnileika stjarnanna. Þá virkar tunglið einnig sem náttúruleg hindrun þar sem tunglbirtan hefur oft yfirhöndina.
Ef ferðamenn vilja auka möguleikann á að sjá stjörnurnar í flugi ættu þeir að velja gluggasæti fjarri vængnum á móti tunglinu og slökkva ljósin í farþegarýminu ef mögulegt er.