Hægt er að sjá hvítan púðursandinn á ströndinni í Cancún í hyllingu og túrkisblátt hafið sem nær svo langt sem augað sér. Vegna mikils ferðamannastraums hafa staðir á borð við Playa del Carmen og Tulum misst bóhemsjarmann í gegnum árin. Þá er um að gera að prófa eitthvað nýtt og hér eru tíu tillögur að því:
Sagður besti staðurinn til að fara á kayak, á Laguna de los Siete Colores eða lóni hinna sjö lita, sem er grunnt, kristaltært vatn með síbreytilega bláa tóna.
Steinsnar frá Cancún er bærinn Puerto Morelos, þar sem hægt er að forðast ferðamenn og vera meira í kringum innfædda. Þar er nóg um að vera á landi og sjó, Parque Nacional Arrecife de Puerto Morelos er hluti af næststærsta kóralrifi í heimi og með þúsundir suðrænna fiska og litríkra kóralla. Kjörið fyrir þá sem elska að snorkla eða kafa.
Akumal þýðir staður skjaldbakanna á tungumáli Maya-indíána og heldur áfram að vera besti staðurinn nálægt Cancún til að synda með skjaldbökum, sjórinn við flóann er tær og auðvelt er að sjá það sem fram fer undir yfirborðinu.
Á norðurströnd Mujeres-eyjunnar, eða Playa Norte, er talin ein besta ströndin á Yucatán-skaganum, ef ekki í allri Mexíkó. Vatnið við ströndina er grunnt og þar eru engin óvænt dýpi sem fólk ætti að óttast.
Frábær staður til að snorkla og kafa á, sem snýr að Mesoamerican Barrier-rifinu. Staðsetning Cozumel og hafstraumar gefa skyggni allt að þrjátíu metra.
Verndað svæði UNESCO, heimkynni votlendis og suðrænna skóga. Hægt er að fara á báti um friðlandið og fá tækifæri til að koma auga á höfrunga, krókódíla og skjaldbökur, eftir gömlum siglingaleiðum Maya og skoða lón, óspillt kóralrif og ósnortnar strendur.
Þetta rólega sjávarþorp er sagður besti staðurinn í Mexíkó til að sjá villta flamingóa. Þúsundir þeirra koma til svæðisins og dvelja þar í nóvember til mars, ár hvert. Hægt er að fara í bátsferðir með leiðsögn og fylgjast með þeim matast þegar yfirborð vatns minnkar tvisvar sinnum á dag, snemma á morgnana og við sólsetur.
Bíllaus eyja með afslappað andrúmsloft, en aðeins er hægt að ferðast um hana á golfbíl og reiðhjóli. Á Holbox eru langar fallegar strendur og tær sjór. Frá júní til september lýsa svif upp tært vatnið að nóttu til og þá er tilvalið að fara í kajakferðir í sem minnstri ljósmengun.
Óumdeild matarhöfuðborg Yucatán-skagans, með blöndu af áhrifum Maya, Karíbahafsins og Spánverja. Heitustu mánuðirnir eru apríl til september og þá taka heimamenn síestu á milli klukkan 13 og 16, svo gott er að hafa það í huga ef skipuleggja á ferð til borgarinnar.
Djúpt inni í frumskóginum er að finna fornu Maya-boringa Cobá. Hápunkturinn er eflaust hæsti pýramídinn á Yucatán-skaganum, Nohoch Mul. Hægt að klifra upp á hann og fá víðáttumikið útsýni yfir frumskóginn.