Skoðaðu spennandi staði nálægt Cancún í Mexíkó

Láttu þig dreyma um túrkisbláan sjó og veigar við strendur …
Láttu þig dreyma um túrkisbláan sjó og veigar við strendur nálægt Cancún. Samsett mynd/Kelsey Curtis/Eduardo Romero/Embla Munk Rynkebjerg

Hægt er að sjá hvít­an púðurs­and­inn á strönd­inni í Cancún í hyll­ingu og túrk­is­blátt hafið sem nær svo langt sem augað sér. Vegna mik­ils ferðamanna­straums hafa staðir á borð við Playa del Car­men og Tul­um misst bóhem­sjarmann í gegn­um árin. Þá er um að gera að prófa eitt­hvað nýtt og hér eru tíu til­lög­ur að því:

1. Bacal­ar

Sagður besti staður­inn til að fara á kayak, á Lag­una de los Siete Col­or­es eða lóni hinna sjö lita, sem er grunnt, krist­al­tært vatn með sí­breyti­lega bláa tóna.

Bacalar.
Bacal­ar. Camille Beaul­ne/​Unsplash

2. Pu­erto Mor­e­los

Steinsnar frá Cancún er bær­inn Pu­erto Mor­e­los, þar sem hægt er að forðast ferðamenn og vera meira í kring­um inn­fædda. Þar er nóg um að vera á landi og sjó, Parque Nacional Arrecife de Pu­erto Mor­e­los er hluti af næst­stærsta kór­alrifi í heimi og með þúsund­ir suðrænna fiska og lit­ríkra kór­alla. Kjörið fyr­ir þá sem elska að snorkla eða kafa.

3. Ak­umal

Ak­umal þýðir staður skjald­bak­anna á tungu­máli Maya-indí­ána og held­ur áfram að vera besti staður­inn ná­lægt Cancún til að synda með skjald­bök­um, sjór­inn við fló­ann er tær og auðvelt er að sjá það sem fram fer und­ir yf­ir­borðinu. 

Akumal.
Ak­umal. Peregrine Photograp­hy/​Unsplash

4. Isla Muj­eres

Á norður­strönd Muj­eres-eyj­unn­ar, eða Playa Norte, er tal­in ein besta strönd­in á Yucatán-skag­an­um, ef ekki í allri Mexí­kó. Vatnið við strönd­ina er grunnt og þar eru eng­in óvænt dýpi sem fólk ætti að ótt­ast. 

5. Cozu­mel 

Frá­bær staður til að snorkla og kafa á, sem snýr að Mesoa­merican Barrier-rif­inu. Staðsetn­ing Cozu­mel og haf­straum­ar gefa skyggni allt að þrjá­tíu metra. 

Cozumel.
Cozu­mel. Jakob Owens/​Unsplash

6. Sian Ka'­an Bisoph­ere Reser­ve

Verndað svæði UNESCO, heim­kynni vot­lend­is og suðrænna skóga. Hægt er að fara á báti um friðlandið og fá tæki­færi til að koma auga á höfr­unga, krókó­díla og skjald­bök­ur, eft­ir göml­um sigl­inga­leiðum Maya og skoða lón, óspillt kór­alrif og ósnortn­ar strend­ur.

7. Celestún 

Þetta ró­lega sjáv­arþorp er sagður besti staður­inn í Mexí­kó til að sjá villta flam­ingóa. Þúsund­ir þeirra koma til svæðis­ins og dvelja þar í nóv­em­ber til mars, ár hvert. Hægt er að fara í báts­ferðir með leiðsögn og fylgj­ast með þeim mat­ast þegar yf­ir­borð vatns minnk­ar tvisvar sinn­um á dag, snemma á morgn­ana og við sól­set­ur.

8. Hol­box

Bíl­laus eyja með af­slappað and­rúms­loft, en aðeins er hægt að ferðast um hana á golf­bíl og reiðhjóli. Á Hol­box eru lang­ar fal­leg­ar strend­ur og tær sjór. Frá júní til sept­em­ber lýsa svif upp tært vatnið að nóttu til og þá er til­valið að fara í kaj­ak­ferðir í sem minnstri ljós­meng­un. 

Holbox.
Hol­box. Ahtziri Lag­ar­de/​Unsplash

9. Mérida

Óum­deild mat­ar­höfuðborg Yucatán-skag­ans, með blöndu af áhrif­um Maya, Karíbahafs­ins og Spán­verja. Heit­ustu mánuðirn­ir eru apríl til sept­em­ber og þá taka heima­menn síestu á milli klukk­an 13 og 16, svo gott er að hafa það í huga ef skipu­leggja á ferð til borg­ar­inn­ar.

10. Cobá

Djúpt inni í frum­skóg­in­um er að finna fornu Maya-bor­inga Cobá. Hápunkt­ur­inn er ef­laust hæsti pýra­míd­inn á Yucatán-skag­an­um, Nohoch Mul. Hægt að klifra upp á hann og fá víðáttu­mikið út­sýni yfir frum­skóg­inn.

Lonely Pla­net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert