Heimsótti einstæða móður 44 barna

Drew Binsky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu …
Drew Binsky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu ekki í fyrsta skipti, hef­ur heim­sótt öll lönd í heim­in­um, og nokk­ur oft­ar en einu sinni. Skjáskot/Youtube

Banda­ríski ferðablogg­ar­inn Drew Bin­sky hef­ur ferðast um all­an heim síðustu ár, kynnst ólík­um menn­ing­ar­heim­um, ótrú­legu fólki og skyggnst inn í hulda heima sem lík­lega fáir þekkja.

Hann held­ur úti mjög vin­sælli YouTu­be-síðu þar sem hann sýn­ir frá æv­in­týr­um sín­um og hef­ur sankað að sér millj­ón­um fylgj­enda sem bíða spennt­ir eft­ir nýj­um færsl­um frá hon­um.

Ný­verið rifjaði Bin­sky upp ferðalag sitt til Úganda, en þangað ferðaðist hann fyr­ir rétt rúmu ári síðan til að heim­sækja konu sem kall­ast Mama Ug­anda, en sú fæddi 44 börn áður en hún varð fer­tug og ber í dag titil­inn „The World’s Most Fer­tile Wom­an“.

Ferðablogg­ar­inn varði deg­in­um með Mama Ug­anda og börn­um henn­ar og fékk að hlýða á magnaða og átak­an­lega lífs­sögu henn­ar og fylgj­ast með degi í lífi þess­ar­ar ein­stæðu 44 barna móður.

Bin­sky hef­ur kynnst ótrú­leg­asta fólki á ferðalög­um sín­um og lagt ým­is­legt á sig til að heim­sækja áhuga­verða ein­stak­linga hvaðanæva að úr heim­in­um.

Hann heim­sótti meðal ann­ars mann í Víet­nam, Mr. Thai Ngoc, sem hef­ur ekki sofið dúr frá ár­inu 1962 og svo gerði hann sér einnig dags­ferð frá Madríd til Amster­dam til að hitta mann að nafni Win Hof sem þrífst best í ís­köldu um­hverfi.

Bin­sky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu ekki í fyrsta skipti, hef­ur heim­sótt öll lönd í heim­in­um, og nokk­ur oft­ar en einu sinni, sem tók hann heil 12 ár að gera. Hann hef­ur frætt fylgj­end­ur sína um alls kyns staði, hefðir og hætti og hvatt marga til að leggja land und­ir fót.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert