„Tilboðin voru alls ekki grín“

Snjólaug Lúðvíksdóttir stóð vaktina á Thorsplani.
Snjólaug Lúðvíksdóttir stóð vaktina á Thorsplani. Samsett mynd

Í gær, 1. apríl, á „gabbdag­inn“ mikla, aug­lýsti Icelanda­ir D-víta­mín­ferðir á sturluðu til­boði á Face­book-síðu sinni, til­boð sem hljómuðu of góð til að vera sönn.

Flug­fé­lagið hvatti áhuga­sama til að mæta á Thorspl­an í Hafnar­f­irði og heim­sækja Víta­mín­vagn Icelanda­ir, en þar var eng­in önn­ur en Snjó­laug Lúðvíks­dótt­ir, uppist­and­ari með meiru, að veita ókeyp­is ráðgjöf um hvar og hvernig sé best að inn­byrða sól­ina eft­ir lang­an og þung­an vet­ur.

Marg­ir héldu ef­laust að um aprílgabb væri að ræða en svo var ekki og voru þónokkr­ir heppn­ir sem nældu sér í D-víta­mín­ferðir á frá­bæru verði.

Sex áfangastaðir voru í boði og gat fólk valið á milli Las Palmas, Nice, Bar­sel­óna, Lissa­bon, Róm og Teneri­fe.

Ódýr­asta ferðin var til Las Palmas en sú ferð kostaði 18.800 krón­ur en dýr­ustu áfangastaðirn­ir voru Nice og Róm en flug báðar leiðir var aug­lýst á rétt rúm­ar 23.000 krón­ur, sem er held­ur bet­ur gjöf en ekki gjald.

„Til­boðinu er lokið!

D-víta­mín­vagn­inn þakk­ar fyr­ir sig Það er gam­an að segja frá því að til­boðin voru alls ekki grín, held­ur ramm­asta al­vara.

Fjöl­marg­ir tryggðu sér ferð í sól­ina fyr­ir aðeins skatta og gjöld – ef þú misst­ir af vagn­in­um get­urðu að sjálf­sögðu bókað sól­ar­ferðina þína á icelanda­ir.is og fyllt á D-víta­mín­birgðirn­ar. Vagn­stjór­inn hvet­ur alla til þess!” til­kynnti flug­fé­lagið á Face­book-síðu sinni þegar gild­is­tími til­boðsins rann út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert