Vinkona Katrínar prinsessu stofnar til kynferðislegrar skemmtisiglingar

Á skemmtiferðaskipinu verður háklassa svíta, fallega innréttuð með stofu og …
Á skemmtiferðaskipinu verður háklassa svíta, fallega innréttuð með stofu og hjónaherbergi, baðherbergi með marmara í hólf og gólf, fataherbergi, skóburstun og herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Samsett mynd/Doug Bagg/Timo Wagner

Skóla­vin­kona Katrín­ar prins­essu af Wales stofn­ar til kyn­ferðis­legr­ar skemmtisigl­ing­ar með bindikvöld­um, full­orðins­bíói og leik­föng­um í hverj­um klefa. 

Kyn­lífsæv­in­týrið á út­haf­inu er nýj­asta verk­efni kyn­lífs­frum­kvöðuls­ins sem hef­ur rekið hágæða kyn­lífs­klúbb í næst­um tutt­ugu ár.

Hægt verður að prófa sig áfram í bindileikjum um borð.
Hægt verður að prófa sig áfram í bindi­leikj­um um borð. JEFER­SON GOMES/​Unsplash

Vin­kona Katrín­ar, Emma Sayle, gekk í Dow­ne Hou­se-skól­ann í Berks­hire ásamt prins­ess­unni.

Nokkuð ljóst er að æsku­vin­kon­urn­ar hafi farið nokkuð ólík­ar leiðir þar sem Sayle stofnaði kyn­lífs­klúbb­inn Kill­ing Kittens í London árið 2005. Klúbbur­inn var stofnaður til að gefa ung­um kon­um rými til að kanna „kyn­hneigð sína“ og í hon­um eru nú um 200.000 meðlim­ir. 

Und­an­farna tvo ára­tugi hef­ur klúbbur­inn getið af sér gott orð með lúxus­veisl­um í glæsi­hýs­um þar sem oft gilda regl­ur um klæðaburð og fólk hyl­ur and­litið með feneyskri grímu.

Feneyskar grímur hafa verið ómissandi fylgihlutur í partýju á vegum …
Feneysk­ar grím­ur hafa verið ómiss­andi fylgi­hlut­ur í partýju á veg­um klúbbs­ins. Vlad Hilit­anu/​Unsplash

Spenn­andi afþrey­ing í boði

Nú er Sayle í út­rás og verður lagt í fyrstu skemmtisigl­ing­una, á veg­um klúbbs­ins Kill­ing Kitten, 9. júní 2026.

Tíu daga fríið hefst með kokteil­boði í Barcelona áður en gest­ir fara um borð dag­inn eft­ir. Þá mun skipið sigla í höfn á stöðum eins og í Monte Car­lo, Flórens, Por­tófínó og á Maj­orka. Sayle seg­ir í viðtali við Daily Mail að sigl­ing­in verði til­tölu­lega eðli­leg en eng­in orgía eins og marg­ir bú­ist við.

Á dag­inn verða nám­skeið í boði með nála­stung­um og ann­arri heilsu­bæt­andi þjón­ustu áður en haldið er í munúðarfyllri at­hafn­ir. Þá verður boðið upp á bindikvöld þar sem gest­ir sigl­ing­ar­inn­ar geta notið ánægju­legra leikja með gagn­kvæmu samþykki, þar sem not­ast verður við kerta­vax eða ís, hálsól­ar og svip­ur.

Það verður skemmtilegt fyrir gesti að læra að bera sig …
Það verður skemmti­legt fyr­ir gesti að læra að bera sig rétt að í hinum ýmsu kyn­lífs­leikj­um. Nish Gupta/​Unsplash

Vongóð um fleiri sigl­ing­ar

Farþegum gefst einnig tæki­færi til að finna sína „innri kisu“ með fata­fellu­nám­skeiðum. Þá verða einnig í boði hraðstefnu­mót þar sem æv­in­týra­gjörn pör geta kannað önn­ur tengsl.

Það er þó eng­in skylda að af­klæða sig og seg­ir Sayle að aðeins helm­ing­ur meðlima klúbbs­ins sé van­ur að af­klæðast.

Sayle seg­ist vongóð um að sigl­ing­in verði aðeins sú fyrsta af mörg­um og stefn­ir á tvær aðrar sigl­ing­ar á ár­inu 2027. Hún vill ná til þeirra sem hafa unun af áköf­um lúxus­lífs­stíl og von­ast til að sigl­ing­in upp­fylli ákveðnar kröf­ur.

Nú þegar hafa 45% miða í sigl­ing­una selst og er með meðal­ald­ur gesta 48 ár, þeir yngstu um þrítugt og elstu rétt rúm­lega sex­tug­ir.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert