Skólavinkona Katrínar prinsessu af Wales stofnar til kynferðislegrar skemmtisiglingar með bindikvöldum, fullorðinsbíói og leikföngum í hverjum klefa.
Kynlífsævintýrið á úthafinu er nýjasta verkefni kynlífsfrumkvöðulsins sem hefur rekið hágæða kynlífsklúbb í næstum tuttugu ár.
Vinkona Katrínar, Emma Sayle, gekk í Downe House-skólann í Berkshire ásamt prinsessunni.
Nokkuð ljóst er að æskuvinkonurnar hafi farið nokkuð ólíkar leiðir þar sem Sayle stofnaði kynlífsklúbbinn Killing Kittens í London árið 2005. Klúbburinn var stofnaður til að gefa ungum konum rými til að kanna „kynhneigð sína“ og í honum eru nú um 200.000 meðlimir.
Undanfarna tvo áratugi hefur klúbburinn getið af sér gott orð með lúxusveislum í glæsihýsum þar sem oft gilda reglur um klæðaburð og fólk hylur andlitið með feneyskri grímu.
Nú er Sayle í útrás og verður lagt í fyrstu skemmtisiglinguna, á vegum klúbbsins Killing Kitten, 9. júní 2026.
Tíu daga fríið hefst með kokteilboði í Barcelona áður en gestir fara um borð daginn eftir. Þá mun skipið sigla í höfn á stöðum eins og í Monte Carlo, Flórens, Portófínó og á Majorka. Sayle segir í viðtali við Daily Mail að siglingin verði tiltölulega eðlileg en engin orgía eins og margir búist við.
Á daginn verða námskeið í boði með nálastungum og annarri heilsubætandi þjónustu áður en haldið er í munúðarfyllri athafnir. Þá verður boðið upp á bindikvöld þar sem gestir siglingarinnar geta notið ánægjulegra leikja með gagnkvæmu samþykki, þar sem notast verður við kertavax eða ís, hálsólar og svipur.
Farþegum gefst einnig tækifæri til að finna sína „innri kisu“ með fatafellunámskeiðum. Þá verða einnig í boði hraðstefnumót þar sem ævintýragjörn pör geta kannað önnur tengsl.
Það er þó engin skylda að afklæða sig og segir Sayle að aðeins helmingur meðlima klúbbsins sé vanur að afklæðast.
Sayle segist vongóð um að siglingin verði aðeins sú fyrsta af mörgum og stefnir á tvær aðrar siglingar á árinu 2027. Hún vill ná til þeirra sem hafa unun af áköfum lúxuslífsstíl og vonast til að siglingin uppfylli ákveðnar kröfur.
Nú þegar hafa 45% miða í siglinguna selst og er með meðalaldur gesta 48 ár, þeir yngstu um þrítugt og elstu rétt rúmlega sextugir.